21.01.2021 23:21

FYRSTA LOÐNAN SÍÐAN 2018

                 Polar Anaroq mynd þorgeir Baldursson 2015

Grænlenska skipið Polar Amaroq fékk 20-30 tonn af loðnu í gærkvöldi í trollhólfinu austur af landinu en það er fyrsta loðnan sem veiðist hér við land frá árinu 2018. Tekið var eitt hol í leiðindaveðri.

Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Sigurð Grétar Guðmundsson skipstjóra.

 

 

„Við prufuðum að kasta í gær rétt áður en dimmdi en veðrið var afskaplega leiðinlegt. Við leituðum síðan í nótt en það er bara ekkert veiðiveður. Við fengum um 20-30 tonn af stórri loðnu en það er töluverð áta í henni. Við munum frysta aflann um borð. Það er bullandi bræla og ég held að sé ekkert annað að gera en að leita vars,“ segir Sigurður.
Útgefinn loðnukvóti Polar Amaroq er 1155 tonn.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is