23.01.2021 19:52

Hátt viðbúnaðarstig hjá Landhelgisgæslunni

Þór, varðskip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, mun halda úr höfn í Reykja­vík í kvöld og er stefn­an sett vest­ur á Flat­eyri.

Þetta staðfest­ir Ásgeir Er­lends­son, upp­lýs­inga­full­trúi Land­helg­is­gæsl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is. Skipið verður komið vest­ur í fyrra­málið.

Hættu­stigi hef­ur verið lýst yfir vegna snjóflóða á Flat­eyri og Ísaf­irði, og hafa þrjú hús á Flat­eyri verið rýmd vegna snjóflóðahættu.

Þá er hættu­stig einnig í gildi á Sigluf­irði, þar sem hluti bæj­ar­ins hef­ur verið rýmd­ur.

Annað skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, Týr, er til taks í Eyjaf­irði en það hélt norður á miðviku­dag í sömu er­inda­gjörðum.

Ásgeir seg­ir að skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar geti nýst við ým­iss kon­ar verk­efni.

Um borð í skip­un­um sé áhöfn sem er sérþjálfuð til ým­issa björg­un­ar­starfa,

auk þess sem hægt sé að nýta skip­in til að flytja fólk sjó­leiðina ef land­leið reyn­ist ófær. 

                                              Einar Valsson Skipherra á Týr á brúarvængnum i dag  

                             Varðskipið Týr á Akureyri i dag Mynd þorgeir Baldursson 23 jan 2021 

                             Varðskipið Þór  við bryggju á Dalvik  19 des 2019 mynd þorgeir Baldursson  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is