24.01.2021 22:45

GETUR UNNIÐ ÚR 500 TONNUM Á SÓLARHRING

 

Rússneski togarinn Vladimir Limanov er einn af stærri gerðinni. Hann er 108 metrar að lengd og 22 metra breiður.

Hann var smíðaður í Tersan skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhentur á seinnihluta síðasta árs.

Skipið er hannað af norsku skipaverkfræðistöðinni Skibsteknisk og er útbúið til veiða á alaskaufsa og síld í í flottroll í Beringshafi og Okhotskhafi.

Aflinn verður unninn um borð og verða helstu afurðir hausaður og slægður fiskur, flök, ufsahrogn, surimi, fiskimjöl og lýsi.

Lestin er 4.800 rúmmetrar að stærð. Aðbúnaður um borð er afar góður og gott pláss fyrir 139 manna áshöfn.

Skipið er í eigu Russian Fisheries, sem er einn stærsti framleiðandi afurða úr alaskaufsa í heiminum.

Allur tækjabúnaður er af hæstu gæðum og hægt er að veiða og vinna úr 500 tonnum á sólarhring.

Á eftirfarandi slóð er hægt að skoða skipið frá ýmsum hliðum: https://my.matterport.com/show/?m=1Y1HYHAVRLk

Audlindin.is 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is