24.01.2021 21:44

Hundrað tonn i fyrstu slátrun

                                       Fiskeldiskviar i Fáskrúðfirði Mynd þorgeir Baldursson 2020

Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða, segir eldið í Fáskrúðsfirði hafa borið góðan ávöxt.

Fyrstu löxunum úr eldiskvíum Fiskeldis Austfjarða í Fáskrúðsfirði var slátrað í síðustu viku hjá Búlandstindi á Djúpavogi . Fyrstu kvíarnar og seyðin voru sett út fyrir hálfu öðru ári.

„Það hefur verið fínn gangur á þessu,“ segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða. „Eldið hefur verið farsælt og góður vöxtur.“

Guðmundur segir að þjálfaður hafi verið upp nýr hópur starfsfólks sem sér um eldið á Fagureyri við Fáskrúðsfjörð.

Alls starfa nú um hundrað manns hjá Fiskeldi Austfjarða, þar af um tuttugu manns í Fáskrúðsfirði.

„Við erum með þrautþjálfað fólk, stór tæki og öflug. Það tókst að fóðra 98 prósent af dögunum, sem er ansi góður árangur.“

Mest fer á Ameríku

Guðmundur segir að það sem slátrað sé hjá fyrirtækinu fari mestmegnis á Ameríkumarkað. Sú sala hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir covid-faraldurinn.

„Þetta voru um hundrað tonn í fyrstu slátrun og svo verður slátrað vikulega. Þetta verða svona 100 til 200 tonn á viku.“

Fjórtán kvíar eru í Fáskrúðsfirði og ríflega hálft annað ár er frá því seiðin voru sett út.

„Við settum út kvíar og fisk vor 2019 og erum farin að slátra þeim fiski,“ segir Guðmundur. „Það mun taka næstu mánuði að slátra.“

Í nóvember var greint frá áformum um sameiningu Fiskeldis Austfjarða og Laxa, tveggja stóru fiskeldisfyrirtækjanna á Austfjörðum,

en bæði fyrirtækin eru að meirihluta í eigu Norðmanna. Guðmundur sagðist ekkert geta sagt um þau áform að svo stöddu.

                                                        Fiskeldi i Berufirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Norðmenn eiga meirihluta

Það er norska fyrirtækið Måsøval sem nú á meirihluta í báðum fyrirtækjunum, eftir að fyrirtækið keypti meirihluta í Fiskeldi Austfjarða seint á nýliðnu ári.

Fyrir átti fyrirtækið meirihluta í Löxum. Samstarf fyrirtækjanna hefur verið nokkuð.

             Frystihús Búlandstinds ásamt Brunnbátnum sem að flytur fiskinn til slátrunnar mynd þorgeir 2020

Þau eiga í sameiningu, ásamt fleirum, sláturhúsið Búlandstind á Djúpavogi þar sem slátrun er stunduð á eldislaxi fyrirtækjanna.

Fiskeldi Austfjarða hf. hóf starfsemi árið 2012 og hefur verið með starfsemi í Berufirði og nú einnig í Fáskrúðsfirði. Starfsleyfi kveða á um 9.800 tonna laxeldi í Berufirði og 11.000 tonn í Fáskrúðsfirði. Að auki er fyrirtækið að bíða eftir leyfi til þess að ala allt að 10.000 tonn af laxi í Seyðisfirði.

Laxar fiskeldi er síðan með sjókvíaeldi í Reyðarfirði þar sem framleiðsla er leyfð á allt að 16.000 tonnum af eldislaxi.

                                      Fiskeldiskviar i Reyðarfirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Mikill vöxtur hefur verið í laxeldi á Austfjörðum undanfarið, rétt eins og á Vestfjörðum. Útflutningverðmæti afurða úr laxeldi hér á landi nam hátt í 30 milljörðum króna á nýliðnu ári.

Fiskifrettir.is 

myndir Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is