26.01.2021 18:23

160 metra skip með nýj­an pramma

                      Skandi Acercy við bryggju á Eskifirði i fyrrinótt Mynd Jens Garðar Helgasson 2021

Þjón­ustu­skipið Skandi Acercy lagðist að bryggju á Eskif­irði í fyrrinótt.

Frá borði var hífður tæp­lega 20 metra prammi, sem Lax­ar ehf. hafa leigt frá Nor­egi til að sinna fóðrun í eldisk­ví­um við Gripalda í sunn­an­verðum Reyðarf­irði.

Flutn­inga­skipið er 160 metra langt, 27 metr­ar á breidd og það er búið öfl­ug­um krana og þyrlupalli.

Það var upp­haf­lega vænt­an­legt til Eskifjarðar á laug­ar­dag, en seinkaði aðeins vegna veðurs á leiðinni.

Nýi pramm­inn tek­ur um 320 tonn af fóðri og kem­ur í stað aðeins stærri pramma, Mun­ins, sem sökk við kví­arn­ar í ill­viðri aðfaranótt 10. janú­ar.

Und­an­farið hafa fjór­ir þjón­ustu­bát­ar með fóður­byss­ur sinnt fóðrun fisks­ins í 16 kví­um við Gripalda.

Þar eru nú um 3.900 tonn af fiski sem verður kom­inn í slát­ur­stærð í haust.

Jens Garðar Hegla­son, fram­kvæmda­stjóri Laxa, seg­ir að unnið sé að und­ir­bún­ingi þess að dæla um tíu þúsund lítr­um af hrá­ol­íu úr pramm­an­um.

Ekki sé end­an­lega ljóst hvenær og hvernig staðið verði að mál­um, en aðstæður þurfi að vera góðar.

Málið er unnið í sam­vinnu fyr­ir­tæk­is­ins, Fjarðabyggðar­hafna, Um­hverf­is­stofn­un­ar og trygg­inga­fé­lags Laxa. Ekki hef­ur orðið vart við olíuleka frá pramm­an­um.

Heimild 200milur /mbl.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is