30.01.2021 16:49

Hákon EA148 kemur til Akureyrar úr Loðnuleit

Hákon EA148 kom til Akureyrar i dag eftir stutta en snarpa loðnuleit og að sögn skipstjórnarmanna á þeim skipum sem að voru við leit 

var talsvert að sjá fyrir austan en litið hérna á Vestursvæðinu og Grænlandssundi og nú er bara beðið skýrslu frá hafrannsóknarstofnun 

um útgefninn kvóta fyrir yfirstandandi loðnuvertið sem að ætti að verða fljótlega 

frettin verður uppfærð 

uppfært kl 1800

„Árni Friðriks­son og Bjarni Sæm eru ennþá úti að mæla, svo að mæl­ing­in er ekki búin.

Heilt yfir hef­ur gengið vel, við náðum að dekka svæðið sem við ætluðum okk­ur.

Átta skip hafa verið bæði í mæl­ingu og leit,“ seg­ir Birk­ir Bárðar­son líf­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un í sam­tali við mbl.is í dag. 

Ásgrím­ur Hall­dórs­son SU, Bjarni Ólafs­son AK, Árni Friðriks­son HF, Há­kon EA, Bjarni Sæ­munds­son HF, Aðal­steinn Jóns­son SU, Jóna Eðvalds SF og Börk­ur NK hafa öll tekið þátt í loðnu­leit og loðnu­rann­sókn und­an­farið.

„Há­kon notuðum við sem leit­ar­skip á land­grunn­inu fyr­ir Norðvest­ur­landi og á því svæði var lítið að sjá eins og er.“ 

Birk­ir seg­ir nokkuð af ung­loðnu hafa fund­ist á vest­ur­hluta leit­ar­svæðis­ins, við Græn­lands­sund, sem þá verður uppistaðan í næstu vertíð. 

„Það má segja að vest­an við Kol­beins­eyj­ar­hrygg­inn hafi verið svo­lítið af ung­loðnunni, meira eft­ir því sem vest­an dreg­ur.

Heilt á litið vor­um við að klára núna þessa yf­ir­ferð frá Litla dýpi fyr­ir Aust­ur­landi og fyr­ir öllu Norður­landi og allt vest­ur að Víkurál úti fyr­ir Vest­fjörðum.

Þessa mæl­ingu skoðum við síðan í sam­hengi við okk­ar fyrri mæl­ing­ar og fáum þannig heild­ar­stofn sem við gef­um svo ráðgjöf út frá.“

                       Birkir Bárðarsson liffræðingur hjá Hafrannsóknanarstofnun mynd þorgeir Baldursson 

                            2407 Hákon EA148 mynd þorgeir Baldursson 30 jan 2021 

               2407 Hákon EA148 leggst að Oddeyrarbryggju i dag mynd þorgeir Baldursson 30 jan 2021 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is