30.01.2021 16:49Hákon EA148 kemur til Akureyrar úr LoðnuleitHákon EA148 kom til Akureyrar i dag eftir stutta en snarpa loðnuleit og að sögn skipstjórnarmanna á þeim skipum sem að voru við leit var talsvert að sjá fyrir austan en litið hérna á Vestursvæðinu og Grænlandssundi og nú er bara beðið skýrslu frá hafrannsóknarstofnun um útgefninn kvóta fyrir yfirstandandi loðnuvertið sem að ætti að verða fljótlega frettin verður uppfærð uppfært kl 1800 „Árni Friðriksson og Bjarni Sæm eru ennþá úti að mæla, svo að mælingin er ekki búin. Heilt yfir hefur gengið vel, við náðum að dekka svæðið sem við ætluðum okkur. Átta skip hafa verið bæði í mælingu og leit,“ segir Birkir Bárðarson líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun í samtali við mbl.is í dag. Ásgrímur Halldórsson SU, Bjarni Ólafsson AK, Árni Friðriksson HF, Hákon EA, Bjarni Sæmundsson HF, Aðalsteinn Jónsson SU, Jóna Eðvalds SF og Börkur NK hafa öll tekið þátt í loðnuleit og loðnurannsókn undanfarið. „Hákon notuðum við sem leitarskip á landgrunninu fyrir Norðvesturlandi og á því svæði var lítið að sjá eins og er.“ Birkir segir nokkuð af ungloðnu hafa fundist á vesturhluta leitarsvæðisins, við Grænlandssund, sem þá verður uppistaðan í næstu vertíð. „Það má segja að vestan við Kolbeinseyjarhrygginn hafi verið svolítið af ungloðnunni, meira eftir því sem vestan dregur. Heilt á litið vorum við að klára núna þessa yfirferð frá Litla dýpi fyrir Austurlandi og fyrir öllu Norðurlandi og allt vestur að Víkurál úti fyrir Vestfjörðum. Þessa mælingu skoðum við síðan í samhengi við okkar fyrri mælingar og fáum þannig heildarstofn sem við gefum svo ráðgjöf út frá.“
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 526 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 991947 Samtals gestir: 48545 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is