30.01.2021 11:36

Jóna Eðvalds SF 200 leitar loðnu

                                    2618 Jóna Eðvalds SF 200  i loðnuleit mynd þorgeir Baldursson 

Græn­lenska upp­sjáv­ar­skipið Pol­ar Amar­oq hef­ur þegar hafið loðnu­veiðar en land­ar í dag, seg­ir Gunnþór Inga­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað.

Lönd­un­in mun marka upp­haf loðnu­vertíðar hjá fyr­ir­tæk­inu en hún verður nokkuð minni í ár en venja er enda aðeins heim­ilað að veiða 61 þúsund tonn af loðnu eins og stend­ur.

Síðastliðin tvö ár hef­ur ekk­ert orðið af vertíð.

Ein um­fangs­mesta loðnu­leit sem farið hef­ur fram stend­ur nú yfir og eru átta skip á miðunum að leita allt frá suðaust­ur af land­inu norður fyr­ir land og norðvest­ur af Vest­fjörðum.

Meðal skipa sem taka þátt í leit­inni eru Há­kon EA, Jóna Eðvalds SF og rann­sókn­ar­skip­in Árni Friðriks­son RE og Bjarni Sæ­munds­son RE.

„Það eru all­ir að bíða með önd­ina í háls­in­um,“ seg­ir Gunnþór um loðnu­leit­ina og fram­vindu henn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild Morgunblaðið 

mynd þorgeir Baldursson 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is