01.02.2021 11:50

Fyrstu loðnunni í þrjú ár landað á Eskif­irði

FISKIFRÉTTIR

 

Landaði fyrstu loðnunni

1. febrúar 2021 kl. 10:30

 

Loðnu landað úr Polar Amaroq á Eskifirði. MYND/Sigurður Grétar Guðmundsson

Það var grænlenska skipið Polar Amaroq sem landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði á laugardaginn. Fyrstu loðnunni í nærri þrjú ár var landað á Eskifirði á laugardag.

„Starfsmenn Tandrabergs ehf. hófu löndunina snemma um morguninn og lauk henni um kvöldið,“ segir í frásögn Síldarvinnslunnar.

„Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár.“

Haft er eftir Sigurði Grétari Guðmundssyni skipstjóra að það sé afar góð tilfinning að vera farinn að veiða loðnu á ný. Skipið hélt síðan til veiða á ný strax að löndun lokinni.

„Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn.

Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stk. í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni,“ segir á vef fyrirtækisins.

„Þegar haft var samband við skipið í morgun var það búið að taka eitt 300 tonna hol og var unnið að frystingu um borð af fullum krafti.“

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is