05.02.2021 18:25

Gamla þinganes SF selt til Skotlands

                  Njord Venture INS 28 Mynd Eirikur Sigurðsson 5 feb 2021 
              2040 Þinganes Ár 25  mynd þorgeir Baldursson 2020

Skinn­ey-Þinga­nes á Höfn í Hornafirði hef­ur selt gamla Þinga­nesið ÁR 25, áður SF, til In­ver­ness í Skotlandi.

Skipið er 30 ára gam­alt, smíðað í Portúgal 1991, og hafði verið á sölu­skrá í rúmt ár.

Gamla Þinga­nesið hafði ekki verið í notk­un í um ár eða frá því að nýtt Þinga­nes SF byrjaði róðra í byj­un síðasta árs.

Stein­unn SF er syst­ur­skip nýja Þinga­ness­ins, bæði skip­in smíðuð hjá Vard í Aukra í Nor­egi. Þau eru meðal sjö syst­ur­skipa, sem komu til lands­ins 2019.

                   2970 Þinganes SF 25 kemur til heimahafnar mynd Þorgeir Baldursson 2020

Sam­fara ný­smíði á þess­um skip­um voru eldri Stein­unn og Hvann­ey seld til Nes­fisks í Garði, en þau skip voru smíðuð í Kína fyr­ir 20 árum.

aij@mbl.is

Heimild Mbl.is 

Myndir Eirikur Sigurðsson 

Þorgeir Baldursson 

 

 

 

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is