02.03.2021 13:54

Gullver Ns 12 i hafrórall

                                                 1661 Gullver NS12 i Hafróralli mynd þorgeir Baldursson 

Í marsralli 2019 hóf Hafrannsóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár er stefnt að merkingum á þorski á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi.

Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum hófst í dag og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. segir á vef Fiskifretta

Fjögur skip taka þátt í verkefninu; togararnir Breki VE og Gullver NS ásamt rannsóknaskipunum Árna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni. 

Togað verður á tæplega 600 stöðvum á 20-500 metra dýpi umhverfis landið.

Verkefnið, sem einnig er nefnt marsrall eða togararall, hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985.

Helmingur togstöðva var í upphafi staðsettur af skipstjórum, en öðrum stöðvum var dreift um miðin með tilviljunarkenndum hætti.

Helsta markmið er að fylgjast með breytingum á stofnstærðum, aldri, fæðu, ástandi og útbreiðslu botnfisktegunda við landið.

Einnig verður sýnum safnað vegna ýmissa rannsókna, t.d. á mengunarefnum í sjávarfangi og mat lagt á magn ýmiskonar rusls á sjávarbotni.

Í marsralli 2019 hóf Hafrannsóknastofnun aftur merkingar á þorski eftir nokkurt hlé. Í ár er stefnt að merkingum á þorski á Vestfjarðamiðum og úti fyrir Norðurlandi.

nokkrar myndir af þvi þegar skipverjar á Gullver voru að gera klárt fyrir rallið myndir Steinþór Hálfdánarsson 

     Grandarar á dekki Gullvers skipverjar við vinnu mynd Steinþór Hálfdánarsson 

                    Hlerarnir hifðir af bilnum mynd Steinþór Hálfdánarsson 

   Orri Jóhannsson  stýrimaður fylgist með á bryggjunni mynd Steinþór Hálfdánarsson 

                     Það er af nægu að taka járnbobbingar og troll komið á bryggjuna mynd Steinþór Hálfdánarsson 

            Trollið grandarar og jánbobbingar við skipshlið Gullvers NS 12 Mynd Steinþór Hálfdánarsson 

      Haldið á sjó og þá er nýliðafræsla mynd Steinþór Hálfdánarsson 2021

 
 
  starfsmenn Hafró við mælingar um borð í Gullver mynd  Steinþór Hálfdánarsson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 994
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 3437
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 1019460
Samtals gestir: 49948
Tölur uppfærðar: 3.12.2024 17:30:22
www.mbl.is