28.03.2021 10:04Hannaði stórfiskaskilju fyrir veiðar í ÓmanVerksmiðjutogarinn Gloria er við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Þar er sótt í makríl og hrossamakríl.Fjórir Íslendingar sem eru yfirmenn á verksmiðjutogaranum Gloria láta vel af stórfiskaskilju sem þeir hafa nýtt við veiðar á makríl og hrossamakríl við veiðar í Arabíuhafi undan ströndum Ómans. Skiljan var sett upp af Hampiðjunni en skipið er eitt af þremur verksmiðjuskipum útgerðarfélagsins Al Wusta Fisheries Industries. Skipstjórar eru þeir Ásgeir Gíslason og Hafsteinn Stefánsson. Stórfiskaskiljan um borð i Gloriu mynd Hampiðjan
Skilur tunglfiskinn frá Í frétt Hampiðjunnar er rætt við Ásgeir en skipið er á veiðum með flottrolli.
Á þessum slóðum hefur aukaafli á borð við stærri fiska eins og tunglfiska, valdið áhöfninni vandræðum við veiðarnar.
Við þessu var brugðist með því að fá Vernharð Hafliðason, veiðarfærameistara hjá Hampiðjunni, til að hanna og setja upp sérstaka stórfiskaskilju í trollin að beiðni Hauks Inga Jónssonar, trollmeistara í veiðarfærum á skipinu. Hefur skiljan skilið út stórfiskategundir með mjög góðum árangri.
Hrossamakríll og makríll, sem nú er verið að veiða, svipar til þess sem veiddur er í Atlantshafinu. Honum er dælt beint um borð úr pokanum frá skut til fullvinnslu.
Með þessu móti er hámarks ferskleiki hráefnisins tryggður. Umhverfisáhrif skiljunnar skila sér afar vel til lífríkisins með því að skilja lifandi stórfisk út úr veiðarfærinu aftur til uppvaxtar í framtíðinni.
Í bréfi til útgerðarinnar um gagnsemi stórfiskaskiljunnar um borð í Gloria, og sagt er frá í frétt Hampiðjunnar, verður ekki betur séð en að skiljan leysi að öllu leyti þau vandamál sem aukaaflinn hefur haft í för með sér. Fréttin birtist upphaflega í Nýsköpunarblaði Fiskifrétta 18. febrúar Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 683 Gestir í dag: 11 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1119809 Samtals gestir: 52252 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is