28.03.2021 01:56

Stóð ekki á sama við eft­ir­lit Norðmanna

                                2917 sólberg  ÓF 1 á Veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 

Sigþóri Kjart­ans­syni, skip­stjóra á Sól­bergi ÓF-1, stóð ekki á sama þegar norska land­helg­is­gæsl­an kom um borð í bát­inn í eft­ir­lits­ferð í síðasta túr skips­ins í Bar­ents­hafi.

Hann sagði óþægi­legt að vita til þess að þeir kæmu um borð í miðjum Covid-19-far­aldri, lagði ekki í til­hugs­un­ina um smit um borð, sér­stak­lega þar sem heims­tímið er þrír til fjór­ir dag­ar. 

„Það voru mjög mikl­ar varúðarráðstaf­an­ir, að fjar­lægð yrði hald­in, að menn­irn­ir sem komu um borð væru með grím­ur og hanska og sprittuðu sig í bak og fyr­ir.

Þeir voru ekk­ert að kjass­ast í okk­ar mann­skap og við ekk­ert í þeim,“ sagði Sigþór í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann bætti því við hann hann hefði von­ast til þess að þeir kæmu ekki um borð en hjá því hafi víst ekki verið kom­ist. Hon­um hafi ekki staðið á sama. 

Safna sam­an í einn túr

Sól­bergið gerði ágæt­istúr í Bar­ents­hafið og landaði um 1.700 tonn­um, mest þorski, um síðustu helgi. Sigþór seg­ir að þar með hafi kvót­inn í Bar­ents­hafi klár­ast. 

„Við för­um þarna út með viss­an kvóta. Þessu er svona smalað sam­an af ís­lensk­um út­gerðum, það eru marg­ir sem eiga slett­ur hingað og þangað.

Við höf­um reynt að safna þessu sam­an til að gera einn góðan túr.“ Fært sé á milli skipa sem eiga ekki næg­an kvóta til að það borgi sig að senda skip. 

„Við för­um þarna út með það fyr­ir aug­um að vera sem fljót­ast­ir og koma okk­ur heim til Íslands.“ Sigþór seg­ir túr­inn hafa verið 36 daga alls, þar af er stímið um 6-7 dag­ar. 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is