|
1277 Ljósafell Su 70 Landar i Þorlákshöfn mynd þorgeir Baldursson mars 2021 |
|
Ljósafell SU-70, sem nú er statt suður af Selvogsvita, hélt á miðin á ný eftir að hafa landað 70 tonnum í Þorlákshöfn morgun.
Skipið landaði einnig 40 tonnum á sama stað á fimmtudag og nemur því heildaraflinn 110 tonnum.
Aflinn er blandaður og er uppistaðan 50 tonn af ýsu, 30 tonn af þorski, 20 tonn af ufsa og 10 tonn af ýmsum tegundum.
Fram kemur á vef Loðnuvinnslunnar, sem gerir Ljósafell út, að fiskurinn er fluttur landleiðina til Fáskrúðsfjarðar til vinnslu.??????