31.03.2021 00:27

"Þorsk­ur­inn senni­lega kom­inn upp í fjör­ur"

 

                                                                                                                2890 Akurey AK 10 á togi á Selvogsbanka mynd þorgeir Baldursson  

Þorsk­ur­inn sást ekki á tog­ara­slóð í síðasta túr Ak­ur­eyj­ar, en skipið kom til hafn­ar í Reykja­vík í dag með 130 tonna afla. Þar af voru tæp 58 tonn af ufsa, 31 tonn af gull­karfa, 12 tonn af djúpkarfa, rúm­lega 14 tonn af ýsu og rúm­lega 14 tonn af þorski.

„Mark­miðið hjá okk­ur var aðallega að leita að ufsa og þorski í veiðan­legu magni,“ er haft eft­ir Magnúsi Kristjáns­syni, skip­stjóra á Ak­ur­ey, á vef Brims sem ger­ir skipið út. „Það gekk upp með ufs­ann en þorsk­ur­inn er all­ur kom­inn inn fyr­ir línu og senni­lega allt upp í fjör­ur og byrjaður að hrygna þar,“ seg­ir hann.

Veiðiferðin hófst á Eld­eyj­ar­bank­an­um en þar hafi lítið veiðst. „Við færðum okk­ur því yfir á Sel­vogs­bank­ann. Þar var mokveiði á ýsu en þorsk­ur­inn sást ekki á tog­ara­slóð. Næst var ferðinni heitið á Fjöll­in. Þar var að vanda nóg af gull­karfa en við fund­um líka tölu­vert af ufsa og heilt yfir var afl­inn mjög góður,“ seg­ir Magnús. Hann kveðst ekki eiga von á að þorskveiðin glæðist suðvest­an­lands fyrr en að af­lok­inni hrygn­ingu. Þorsk­ur­inn hafi alls staðar gengið upp að strönd­inni til hrygn­ing­ar. Þá sé all­ur þorsk­ur horf­inn úr Jök­ul­dýpi þar sem var góð veiði fyr­ir skömmu.

Ak­ur­ey held­ur aft­ur til veiða annað kvöld en fyrst þarf áhöfn­in að taka nýj­an tog­vír um borð.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 683
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1119809
Samtals gestir: 52252
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:35:28
www.mbl.is