|
Snekkjan A á Eyjafirði i Kvöld Mynd þorgeir Baldursson 21 april |
Ein stærsta snekkja í heimi sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og verður í Krossanesvíkinni á næstunni. Hún kallast einfaldlega A, er í eigu rússnesks viðskiptajöfurs, Andrey Melnichenko, og verður hér um tíma – jafnvel nokkrar vikur, eftir því sem næst verður komist. Snekkjan er 142 metra löng og möstrin ná 100 metra hæð, sem er ástæða þess að A siglir ekki inn á Pollinn; möstrin gætu truflað flugumferð. Til gamans má geta til samanburðar að Hallgrímskirkjuturn er 75 metra hár!
|
Snekkjan A á Eyjafirði i Kvöld Mynd þorgeir Baldursson 21 april |
Andrey Igorevich Melnichenko er 49 ára milljarðamæringur. Samkvæmt viðskiptaritinu Forbes var hann 95. ríkasti maður heims í síðasta mánuði og sjöundi ríkasti Rússinn. Hann er ekki um borð í A skv. heimildum Akureyri.net en er sagður væntanlegur.
Melnichenko á aðra snekkju sem hann kallar A; til aðgreiningar er þessi nefnd seglsnekkjan A, þótt hún gangi einnig fyrir vélarafli, en hin vélsnekkjan A. Sú síðarnefnda kom til Akureyrar 2016 og var á Pollinum um tíma. Vakti hún mikla athygli fyrir óvenjulegt útlit.
Heimild Akureyri.net