05.06.2021 00:12

Harðbakur landaði fullfermi og rauf 3000 tonna múrinn

                                                            2963 Harðbakur EA3  mynd þorgeir Baldursson 

„Fast þeir sóttu sjóinn,“ segir í þekktu dægurlagi og víst er að áhöfn Harðbaks EA, ísfisksskips Útgerðarfélags Akureyringa, gerir það.

Harðbakur landaði fullfermi á Dalvík snemma í morgun, um 90 tonnum af slægðum fiski, aðallega þorski. Skipstjórinn segir að það hafi verið dásamleg tilfinning að sigla inn Eyjafjörðinn í veðurblíðunni með góðan afla.

3000 tonn á 100 sólarhringum

Þegar afli Harðbaks er tekinn saman frá 15. febrúar til dagsins í dag sést vel að fast er róið. Á rúmlega eitt hundrað sólarhringum hefur 37 sinnum verið landað og aflinn er samtals 3.018 tonn. Að jafnaði hefur því verið landað um 80 tonnum eftir hverja veiðiferð.

Guðmundur Ingvar Guðmundsson skipstjóri segir að þessi túr hafi tekið tvo og hálfan sólarhring, rétt um sólarhring hafi tekið að fylla skipið.

Hráefninu ekið norður

„Við vorum fyrir norðan Hornstrandir og þetta er mjög góður fiskur, rúmlega fjögur kíló og við vorum að taka sjö til átta tonn í holi. 

Við erum ellefu um borð, allt saman stálkarlar. Harðbakur hefur aðallega landað Í Þorlákshöfn, Hafnarfirði, Grundarfirði og í Bolungarvík,

frá þessum stöðum er hráefninu svo ekið norður til Dalvíkur og Akureyrar. Í raun og veru er oftast landað næst þeim stað sem við erum við veiðar, sem skýrir fjölda veiðiferðanna að nokkru. “

Indæl tilfinning að sigla inn Eyjafjörðinn með fullfermi

Harðbakur kom nýr til Akureyrar seint á síðasta ári en skipið var smíðað í Noregi.

Guðmundur segir skipið gott í alla staði, bæði hvað varðar vinnslubúnað og aðbúnað áhafnarinnar.

„Það eru tvær áhafnir á skipinu, Covid hefur haft töluverð áhrif á frítúra en núna fer þetta allt saman að komast í rétt horf hjá okkur.

Jú, jú, það var sannarlega indæl tilfinning að sigla inn Eyjafjörðinn í nótt með fullfermi af góðum fiski og ekki skemmir fyrir að hafa rofið 3.000 tonna múrinn í leiðinni,“ segir Guðmundur skipstjóri. 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is