|
2893 Drangey Sk 2 á Veiðum mynd þorgeir Baldursson |
Þrjú skip Fisk Seafood komu til hafnar í síðasta sinn fyrir sumarstopp í dag, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins.
Farsæll SH-30 og Sigurborg SH-12 komu til löndunar á Grundarfirði. Nam heildarafli Farsæls 66 tonnum, þar af 37 tonn af ýsu.
Þá nam heildarafli Sigurborgar 60 tonnum sem skiptist í ýsu, þorsk, karfa og ufsa.
Drangey SK-2 kom til hafnar á Sauðárkróki og var landað rúmum 200 tonnum úr skipinu.
Þar af voru 80 tonn af ýsu og 65 tonn af þorski. Aflinn fékkst á Deildagrunni og Halanum.