Herjólfur 111 i höfn i Vestmannaeyjum mynd Óskar Pétur Friðriksson
Farþegaog bilaferjan Herjólfur III, sem er í eigu Vegagerðarinnar, hefur nú verið sett á sölu á norskri skipasölusíðu. Eyjafréttir greindu fyrst frá.
Uppsett verð á skipinu er 4,5 milljónir evra eða um 660 milljónir íslenskra króna.
Gamli Herjólfur var smíðaður í Noregi árið 1992 og hefur þjónað samgöngum milli lands og Vestmannaeyja síðan þá þar til nýr Herjólfur tók við árið 2019.
Skipið mun þó sigla nokkrar ferðir um verslunarmannahelgina til þess að ferja gesti til og frá Þjóðhátíð.