15.07.2021 15:40

Vestfjarðamið gefa enn góðan afla

                                            1868. Helga Maria RE 1 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Isfisktogarinn Helga María Re1 fer frá Reykjavík í kvöld en togarinn hefur að undanförnu verið að veiðum á Vestfjarðamiðum. Á heimasíðu Brims segir frá því að nokkur undanfarin sumur hafa ísfisktogarar fyrirtækisins orðið að leita austur á Norðurlandsmið vegna aflabrests á Vestfjarðamiðum, en í ár virðast miðin ætla að gefa þokkalegan afla.

Friðleifur Einarsson er skipstjóri á Helgu Maríu en Einar Bjarni Einarsson var með skipið í nýafstaðinni veiðiferð. Friðleifur segist sammála Eiríki Jónssyni, skipstjóra á Akurey AK, um að fiskurinn væri núna á grunnslóðinni en ekki úti í kanti eða á Halanum eins og undanfarin ár.

„Það er aflinn á grunnslóðinni sem heldur veiðinni uppi. Aflinn hefur verið í góðu lagi en ef maður hættir sér of djúpt er alls staðar gullkarfi sem við megum helst ekki veiða. Við erum því á flótta undan karfa þessa dagana og svo þvælist ýsan einnig fyrir okkur, þótt það kveði ekki eins rammt af ýsugengdinni og í vor og byrjun sumars,” segir Friðleifur enn hann segir það kost að þurfa ekki að fara langt austur eftir aflanum.

„Við höfum ekki farið lengra austur en í Nesdjúpið til að ná í aflann,” segir hann.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is