19.07.2021 21:50

Góð samvinna í Barentshafinu

                                                         2184 Vigri RE71 mynd þorgeir Baldursson 

Góður afli og blíða í Barentshafinu þar sem þrjú íslensk skip hafa verið að veiðum að undanförnu.

 

„Aflinn var góður og svo vorum við svo heppnir að það var nánast einmuna blíða allan tímann.

Það var logn og þegar best lét fór hitinn í meira en 30 gráður. Þetta er hins vegar gríðarlega löng sigling.

Við vorum rétt tæpa fimm sólarhringa að sigla norður í Barentshaf og mér sýnist að heimferðin taki svipaðan tíma.”

Þetta segir Eyþór Atli Scott, skipstjóri á frystitogaranum Vigra RE, er heimasíða Brims náði tali af honum en Vigri var á leiðinni til Reykjavíkur.

Eftir Vigra var frystitogarinn Örfirisey RE en bæði skipin, sem Brim gerir út, hafa að undanförnu verið að veiðum í Barentshafi.

                                                             1345 Blængur Nk 125 mynd þorgeir Baldursson 

„Við vorum 30 daga á veiðum og vorum með alls 1.030 tonn upp úr sjó. Uppistaða aflans var þorskur en við vorum með nokkra tugi tonna af ýsu og hlýra. Afli Örfiriseyjar var meiri enda getur skipið dregið tvö troll samtímis.”

Að sögn Eyþórs Atla hófust veiðar svo til á þeim punkti þar sem rússneski eftirlitsmaðurinn var tekinn um borð.

„Við unnum okkur svo austur eftir og vorum lengst af á veiðum á Gæsabankanum. Við lukum veiðum svo á svokölluðum Kildenbanka,” segir Eyþór Atli.

„Þorskurinn er af mun blandaðri stærð en við höfum átt að venjast og það er nokkuð ljóst að yngri árgangar eru að koma inn í veiðina.”

                                                                2265 Arnar HU 1 mynd þorgeir Baldursson 

Að sögn Eyþórs Atla voru tvö önnur íslensk skip á slóðinni, Arnar HU og Blængur NK. Góð samvinna var á milli skipstjórnarmanna og segir Eyþór Atli slíka samvinnu skila mjög góðum árangri.

„Það hefur mjög margt breyst frá því að maður byrjaði í Barentshafinu. Rússarnir eru farnir að gera út mjög stóra og öfluga togara og það eru fleiri en áður um hituna,” segir Eyþór Atli Scott.

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is