27.07.2021 06:55

DÖNSK TÆKNI VERÐUR ÁBERANDI Á ÍSLENSKU SJÁVARÚTVEGSSÝNINGUNNI

                                        Wilhelm Þorsteinsson EA11 mynd þorgeir Baldursson 2021

                                                 Börkur Nk 122 mynd þorgeir Baldursson 2021

Danish Export-Fish Tech (sem er hluti af Danska útflutningssambandinu) mun kynna stóran hóp danskra fyrirtækja á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021.

„Danish Export-Fish Tech er staðurinn þar sem þið fáið aðgang að meira en 100 dönskum birgjum sem útvega búnað, lausnir, tækni, kunnáttu og ráðgjöf.

Danish Export-Fish Tech skipuleggur Danska sýningarskálann á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2021, þar sem dönsku þátttakendurnir sýna dæmi um sérþekkingu sína,

gæði og nýsköpun í búnaði, lausnum og tækni fyrir fiskveiðar, fiskeldi og vinnslu fisks og sjávarafurða.

Margra ára reynsla hefur fært dönskum birgjum mikla þekkingu og sérfræðikunnáttu varðandi þarfir og kröfur bæði í fiskveiðum og fiskeldi,

sem hefur leitt af sér hugmyndaríkar, sjálfbærar, endingargóðar og fjárhagslega hagkvæmar lausnir fyrir greinina.

Aukin áhersla Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2021 á fiskeldi hefur opnað á breiðari hóp danskra birgja,“ segir í frétt frá sýningunni.

„Það veitir okkur mikla ánægju að koma með hóp sérfræðinga á Íslensku sjávarútvegssýninguna nú í ár,

bæði úr veiðum, eldi og vinnslu til þess að taka þátt í samræðum við íslenska og alþjóðlega aðila sem hafa hagsmuna að gæta og koma að ákvörðunartöku

þar rætt yrði um tækifæri og áskoranir í greininni á Íslandi og í Norður-Atlantshafi,” segir Martin Winkel Lilleøre, yfirmaður Danish Export-Fish Tech.

„Ef þú setur þig í sambandi við einn af dönsku birgjunum í sýningarskála Danmerkur færðu bæði góða þjónustu og gæðavörur og lausnir.”

www.audlindin.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is