27.07.2021 07:42

Garðar BA 64 Grotnar niður i Skápadal

                                            Garðar Ba 64 mynd þorgeir Baldursson 29 júni 2021

60. Garðar BA 64.
Hér liggur Garðar í fjörunni inni í Skápadal innst í Patreksfirði en þar var honum komið fyrir árið 1981.
Saga Garðars er á þessa leið:
1912 Nýsmíði, nafn Norröna I. Smíðaður sem hvalbátur, afhentur í mars 1912, smíði nr. 332 hjá Aker Mek. Veksted A/S í Osló, hlaut nafnið Norröna I. Eigandi: Norröna Hvalfanger A/S í Sandefjord (Peder Bogen), heimahöfn var Larvik. 152 brt, 56 nrt. Rúmlega 30 metra langur, yfir 6 metra breiður og risti tæplega 3,5 metra. Var tvímastraður og seglbúinn, en með gufuvél til að nota í lognviðri. Vél: 1 x damp stempelmaskin, triple exp., 3 sylindret, syl.diam.: 12"-20"-33", slag/stroke: 24", 84 NHK. Bygget ved Akers mek.Verksted, Kristiania (Oslo) Hraði: 11 hnútar. Kjele(r) (boiler): 1 stk dampkjel, dim: 11,5'x11,0', m/2 fyrganger. Heteflate: 1.535 kv.ft, damptrykk: 200 PSI. Bygget av Akers mek.Verksted, Kristiania (Oslo)

1921. Seldur til A/S Sandefjord Hvalfangerselskap (Peder Bogen), Sandefjord.
1926. Seldur til Larvíkur, nýtt nafn Globe IV. Seldur til Globus A/S Larvik, omdøpt GLOBE IV.
1936. Seldur til Þórshafnar í Færeyjum. Seldur til Hvalveiðifélagsins Áir í Þórshöfn í Færeyjum og hlaut þar nafnið Falkur. Þar var hann notaður aðallega til að draga hval, fremur en að veiða hann. Stutta tíð var hann í eigu Guðmundar Ísfeldts sem gerði hann út á hval og til vöruflutninga.
1945. Seldur til Siglufjarðar, breytt í fiskibát, nýtt nafn Siglunes SI-89. Kaupandi Siglunes hf. Siglufirði, eigendur þess voru Áki og Jakob Jakobssynir. Þeir létu strax gera stórviðgerð á bátnum. Breytingarnar fóru fram í Skipasmíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði og vélsmiðjunni Kletti. Allt var tekið úr honum, gufuvélin, brúin, kolaboxið, tankarnir, lúkarinn, skrúfan, öxullinn. Lunningar vogu hækkkaðar, nýr keis, ný brú, bátapallur settur á hann o.fl.
1945. Ný vél sett í bátinn. Þá var sett í bátinn 378 ha (375 hk). Ruston Hornsby díeselvél, var hún snarvend, 7 strokka, 4 takta og loftræst. Sett voru 6 tonn af steypu í kjölinn vegna þyngdarmunar gufuvélarinnar og díeselvélarinnar.
1952. Seldur til Skeggja hf. í Reykjavík, nýtt nafn Sigurður Pétur RE-186. 21. Október 1952 var báturinn seldur til Reykjavíkur og var þá nefnt Sigurður Pétur RE-186, kaupandi Skeggi hf. eigandi Jón Sigurðsson. Þá var sett í hann nýtt stýri en það gamla var keðjudrifið og erfitt í meðförum. Gerður út á síld-, línu- og netaveiðar.
1958. Miklar skemmdir. Sigurður Pétur RE-186 skemmdist mikið í aftakaveðri en honum hafði verið lagt milli tveggja stærri báta. Skipta þurfti um 28 plötur í byrðingnum.
Stutta stund var hann svo í eigu Einars Sigurðssonar í Vestmannaeyjum.
1961. Seldur til Siglufjarðar, nýtt nafn Hringsjá SI-94. 14. Júlí 1961 var báturinn seldur til Siglufjarðar á ný. Kaupandi Skeggi hf. á Siglufirði. Nafni þess var breytt og hét þá Hringsjá SI-94. Skipstjóri Páll Pálsson.
1963. Seldur til Skeggja hf. í Garðarhreppi, nýtt nafn Garðar GK-175. Tveimur árum síðar var báturinn enn selur og nú til Skeggja hf. í Garðarhreppi eigandi Þórarinn Sigurðsson og þá var honum gefið nafnið Garðar GK-175.
1964. Vélaskipti. Sett er í Garðar 495 hestafla 750 snúninga Lister-díselvél.
1967. Seldur til Reykjavíkur. Halldór Snorrason í Reykjavík keypti Garðar 28. Desember 1967. Hann hélt nafninu, en einkennisstafirnir urðu RE-9. Garðar RE-9 Garðar var endurmældur og mældist þá 158 brúttólestir.
1974. Seldur til Patrekur hf. Íslandi. Jón Magnússon á Patreksfirði keypti Garðar 20. Nóvember 1974 og eftir það hét báturinn Garðar BA-64. Fór í smá klössun og var settur á flot 1975.
1981. Afskráður. Garðar var tekinn af skrá 1. Desember 1981. Honum var siglt upp í botn Patreksfjarðar, n.t.t. Skápadal í desember 1981 þar sem hann stendur ennþá. Jón keyrði ljósavél bátsins allt til 1991 yfir hátíðarnar og hafði ljósaseríu á Garðari.

Samantekt Jón Steinar Sæmundsson 

Af vefsiðu Bátar og bryggjubrölt 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is