29.07.2021 17:4973% strandveiðiafla verið landað
Farið er að síga á seinni hluta strandveiða þessa árs. Þokkalegur gangur hefur verið á veiðunum til þessa. Alls hefur 661 bátur landað afla á strandveiðum í ár. Þó sótti 681 bátur um leyfi til strandveiða og greiddi fyrir. Að sögn Önnu Guðrúnar Árnadóttur, sérfræðings hjá Fiskistofu, hafa síðan 25 bátar þegar skráð sig af strandveiðum. Fyrir afskráningu geta legið ýmsar ástæður, svo sem að báturinn ætli sér á makrílveiðar eða hafi óttast að veiðiheimildir til strandveiða myndu klárast eftir skamma stund þar sem frestur til að afskrá bát rann út á sama tíma og tilkynnt var um auknar aflaheimildir til strandveiða. Önnur ástæða getur verið að bátar með aflamark snúi sér að því að uppfylla veiðiskyldu sína fyrir fiskveiðiáramótin í ágústlok. Jöfn dreifing á milli mánaðaHeildaraflaheimildir í strandveiðum eru, eftir aukningu þann 20. júlí, 12.271 tonn af botnfiski, þar af 11.171 tonn af þorski. Af heildaraflanum hefur 8.742.035 tonnum af kvótabærum botnfiski verið landað, þar af 8.071.277 tonnum af þorski og 611.330 tonnum af ufsa. Alls hefur því rúmum 73 prósentum af heildaraflaheimildum strandveiðanna verið landað. Færa má rök fyrir því að dreifing á afla hafi því verið nokkuð jöfn, þar sem tæplega þrír fjórðungshlutar heimilda hafi verið veiddir þegar þriðji mánuðurinn af fjórum er að klárast. Aflinn dreifist sömuleiðis nokkuð jafnt á milli mánaða en í maí, júní og júlí hefur 2.700-3.000 tonnum verið landað. Svipuð staða var uppi á sama tíma í fyrra þegar 720 tonnum af botnfiski hafði verið bætt við heimildir og voru í heildina 10.720 tonn af þorski. Þá höfðu 663 bátar landað inn á strandveiðikerfið og 81,6 prósentum af heildarafla verið landað. Heimild 200 milur mbl.is Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is