29.07.2021 07:47Sviptur veiðileyfi vegna framhjálöndunar
Fiskistofa hefur svipt Valþór GK 123 leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur vegna framhjálöndunar. Veiðileyfissviptingin gildir frá og með 24. ágúst til og með 20. september, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Þetta er í annað sinn á þessu sumri að skipið er svipt veiðileyfi vegna framhjálöndunar. Í ákvörðuninni kemur fram að við löndun úr skipinu þann 28. apríl 2021 hafi hafnarstarfsmaður orðið þess var að 572 kg. af þorski voru flutt af löndunarstað án þess að aflinn hafi verið veginn á hafnarvog. Ákvörðunin byggir á því að með þessu hafi verið brotið gegn 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, en þar er mælt fyrir að allur afli fiskiskips skuli veginn á hafnarvog þegar við löndun og 1. mgr. 10. gr. sömu laga þar sem mælt er fyrir um að ekið skuli með landaðan afla rakleitt á hafnarvog. Viðurlög í málinu voru ákveðin með hliðsjón af ítrekunaráhrifum fyrri sviptingar á leyfi skipsins til veiða í atvinnuskyni vegna sambærilegs brots. Skipið var einnig svipt leyfi til veiða í fjórar vikur fyrr í sumar vegna sambærilegs brots. Ítrekunaráhrifa vegna þeirrar sviptingar gætti ekki við ákvörðun viðurlaga í þessu máli þar sem ekki var komin ákvörðun um sviptingu á leyfi skipsins áður en hin ólögmæta háttsemi fór fram sem framangreind svipting tekur til. Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1318 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120444 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is