05.08.2021 00:43

MINNA Á MIKILVÆGI SÓTTVARNA

              Frystihús og skip Sildarvinnslunnar i Neskaupstað 3 júni 2021 mynd Þorgeir Baldursson 

Síldarvinnslan hefur sent frá sér áminningu um mikilvægi sóttvarna á allar starfsstöðvar og skip fyrirtækisins. Covid-19 faraldurinn er á mikilli uppleið á ný, sem hefur orðið til þess að enn á ný hefur verið gripið til sóttvarnaraðgerða af hálfu stjórnvalda. Því er skynsamlegt að gæta áfram varúðar og mælst er til þess að hugað sé að persónulegum smitvörnum til að koma í veg fyrir smit og veikindi. Rétt er að benda á að bólusettir geta borið veiruna og smitað aðra þótt þeir veikist ekki sjálfir.

Síldarvinnslan vill einnig fara þess á leit að fólk heimsæki alls ekki starfsstöðvar fyrirtækisins nema brýna nauðsyn beri til og hafi samband áður en komið er í heimsókn.

Ef smit kemur upp getur það haft veruleg óþægindi í för með sér fyrir viðkomandi, aðstandendur og vinnufélaga, auk þess sem raunveruleg hætta er á að það muni hafa áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Það er því allra hagur að fara áfram varlega og gera það sem hægt er til að lágmarka hættuna á smiti, til dæmis:

  • Þvo hendur reglulega með sápu og vatni, minnst 20 sekúndur í hvert skipti.
  • Nota áfram spritt fyrir og eftir snertingu við fleti sem margir koma við (t.d. í verslunum og eins á vinnustaðnum).
  • Nota grímu í verslunum og öðrum stöðum þar sem ekki er hægt að halda fjarlægðarmörk.
  • Takmarka áfram náin samskipti við aðra en sína nánustu, t.d. handabönd og faðmlög.
  • Reyna að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
  • Hósta/hnerra í olnbogabót eða þurrku/klút en ekki á hendur (eða út í loftið!).
  • Þrífa og sótthreinsa snertifleti eins oft og hægt er, sérstaklega algenga fleti á borð við hurðarhúna og handrið.
  • Varast samskipti við fólk sem er nýkomið til landsins, sérstaklega ef það kemur frá svæðum þar sem mikið er um smit.
  • Varast samskipti við fólk með einkenni sem minna á flensu.
  • Helstu einkenni eru hósti, hiti, hálssærindi, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta, meltingarfæraeinkenni (sérstaklega hjá börnum) og skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni.
  • Halda sig til hlés ef ber á einkennum sem gætu bent til smits og panta tíma í sýnatöku á heilsuvera.is. þótt viðkomandi sé bólusett(ur).

Ef svo ólíklega vill til að einhverjir starfsmenn séu ekki bólusettir vill Síldarvinnslan minna á mikilvægi þess og hvetja viðkomandi til að fara í bólusetningu við fyrsta tækifæri.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is