|
Frá syningunni 2017 Slippurinn og Dng Morgunblaðið Ómar Óskarsson |
Búið er að aflýsa alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni Icelandic Fisheries Exhibition (IceFish) sem átti að fara fram 15. til 17. september í Fífunni í Kópavogi vegna samkomutakmarkanna.
Marianne Rasmussen Coulling, framkvæmdastjóri sjávarútvegssýningarinnar, segir í tilkynningu að ákvörðunin sé þungbær og að sýningunni verði frestað til þess að tryggja öryggi allra sem kom að henni.
IceFish hefur verið haldin á þriggja ára fresti og býður gestum tækifæri til að hitta bæði innlenda og alþjóðlega kaupendur og birgja á sviði atvinnuveiða.