19.08.2021 06:33Strandveiðum 2021 lokið
Heimilt verður að veiða 11.100 tonn í strandveiðum ársins, s.s. maí, júní, júlí og ágúst 2021. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa. Reglugerð um strandveiðar ársins hefur verið birt á vef Stjórnartíðinda og hefur Fiskistofa opnað fyrir umsóknir um strandveiðileyfi. Í reglugerðinni segir jafnframt að hverjum strandveiðibát verði heimilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tímabilinu. Óheimilt er að stunda strandveiðar föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Hver veiðiferð má eigi standa yfir lengur en 14 klukkustundir og má afli ekki vera umfram 650 kíló í hverri ferð. Óheimilt er að hafa fleiri en fjórar handfærarúllur um borð. Heildarveiðiheimildirnar eru einungis í einum potti en veiðileyfin skiptast á fjögur svæði: Eyja- og Miklaholtshreppur – Súðavíkurhreppur, Strandabyggð – Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit – Djúpavogshreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður – Borgarbyggð. Ljóst var í júlí að heimildir til strandveiða myndu ekki duga og ákvað Kristján Þór Júlíussin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að auka þær um 1.171 tonn. Við það varð heildarmagn veiðiheimilda strandveiða í þorski 11.171 tonn. Talið var að aflaviðmiðun myndi duga út ágúst þegar tekið var mið af þróuninni á þessu ári og gang strandveiða í ágúst í fyrra þegar dagsaflinn nam 175 tonn að meðaltali. „En fiskveiðar falla ekki alltaf inn í excelskjölin þó það sé óbrigðult hjá Hafrannsóknastofnun. Strandveiðarnar nú eru gott dæmi um þetta. Saman fer einmuna tíð og mokafli, þrátt fyrir að Hafrannsóknastofnun mæli stöðuga lækkun á viðmiðunarstofni þorsks,“ segir í færslu LS. „Einhverjum dytti til hugar að segja að hér fari hljóð og mynd ekki saman. Afli strandveiðiflotans hefur haldist ótrúlega stöðugur ásamt fjölda báta, en vísitala Hafrannsóknastofnunar lítur út eins og rússíbani.“ Fram kom í kynningu Hafrannsóknastofnunar á veiðiráðgjöf vegna fiskveiðiársins 2021/?2022 (sem hefst 1. september) að stærð íslenska þorskstofnins hafi verið ofmetin undanfarin ár. Var viðmiðunarstofn þorsks í fyrra raunverulega 982 þúsund tonn en ekki 1.208 þúsund tonn eins og áður var talið, eða tæplega 19% minni. Viðmiðunarstofn þorsks í ár er talinn nema 941 þúsund tonn.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 461 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 1858 Gestir í gær: 51 Samtals flettingar: 1061735 Samtals gestir: 50967 Tölur uppfærðar: 22.12.2024 04:50:58 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is