19.08.2021 06:33

Strandveiðum 2021 lokið

                   Sævar Þór Ásgeirsson Skipst á Slyng EA74 landaði á Dalvik i Gær mynd þorgeir Baldursson 

                         Dng Rúllur eru mjög Afkasta mikil vinnutæki mynd þorgeir Baldursson 

                                               Góður Strandveiði afli mynd þorgeir Baldursson 
                 

Heim­ilt verður að veiða 11.100 tonn í strand­veiðum árs­ins, s.s. maí, júní, júlí og ág­úst 2021. Þar af 10 þúsund tonn af þorski, þúsund tonn af ufsa og 100 tonn af gull­karfa.

Reglu­gerð um strand­veiðar árs­ins hef­ur verið birt á vef Stjórn­artíðinda og hef­ur Fiski­stofa opnað fyr­ir um­sókn­ir um strand­veiðileyfi.

Í reglu­gerðinni seg­ir jafn­framt að hverj­um strand­veiðibát verði heim­ilt að veiða í 12 daga í hvern mánuð eða 48 daga á tíma­bil­inu. Óheim­ilt er að stunda strand­veiðar föstu­daga, laug­ar­daga og sunnu­daga. Hver veiðiferð má eigi standa yfir leng­ur en 14 klukku­stund­ir og má afli ekki vera um­fram 650 kíló í hverri ferð. Óheim­ilt er að hafa fleiri en fjór­ar hand­færar­úll­ur um borð.

Heild­ar­veiðiheim­ild­irn­ar eru ein­ung­is í ein­um potti en veiðileyf­in skipt­ast á fjög­ur svæði: Eyja- og Mikla­holts­hrepp­ur – Súðavík­ur­hrepp­ur, Stranda­byggð – Grýtu­bakka­hrepp­ur, Þing­eyj­ar­sveit – Djúpa­vogs­hrepp­ur og Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður – Borg­ar­byggð.

Ljóst var í júlí að heim­ild­ir til strand­veiða myndu ekki duga og ákvað Kristján Þór Júlí­uss­in, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að auka þær um 1.171 tonn. Við það varð heild­ar­magn veiðiheim­ilda strand­veiða í þorski 11.171 tonn. Talið var að aflaviðmiðun myndi duga út ág­úst þegar tekið var mið af þró­un­inni á þessu ári og gang strand­veiða í ág­úst í fyrra þegar dagsafl­inn nam 175 tonn að meðaltali.

„En fisk­veiðar falla ekki alltaf inn í exc­elskjöl­in þó það sé óbrigðult hjá Haf­rann­sókna­stofn­un.  Strand­veiðarn­ar nú eru gott dæmi um þetta.  Sam­an fer ein­muna tíð og mokafli, þrátt fyr­ir að Haf­rann­sókna­stofn­un mæli stöðuga lækk­un á viðmiðun­ar­stofni þorsks,“ seg­ir í færslu LS.

„Ein­hverj­um dytti til hug­ar að segja að hér fari hljóð og mynd ekki sam­an.  Afli strand­veiðiflot­ans hef­ur hald­ist ótrú­lega stöðugur ásamt fjölda báta, en vísi­tala Haf­rann­sókna­stofn­un­ar lít­ur út eins og rúss­íbani.“

Fram kom í kynn­ingu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á veiðiráðgjöf vegna fisk­veiðiárs­ins 2021/?2022 (sem hefst 1. sept­em­ber) að stærð ís­lenska þorsk­stofn­ins hafi verið of­met­in und­an­far­in ár. Var viðmiðun­ar­stofn þorsks í fyrra raun­veru­lega 982 þúsund tonn en ekki 1.208 þúsund tonn eins og áður var talið, eða tæp­lega 19% minni. Viðmiðun­ar­stofn þorsks í ár er tal­inn nema 941 þúsund tonn.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 461
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061735
Samtals gestir: 50967
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 04:50:58
www.mbl.is