19.08.2021 07:23

Vonast eftir jákvæðum niðurstöðum

 

         Birkir Bárðarsson Fiskifræðingur og Hafþór Jónsson skipst mynd þorgeir Baldursson 2021
                                                2836 Gefjun EA 310 mynd þorgeir Baldursson 2021

Vænt­ing­ar eru um já­kvæðar niður­stöður úr loðnu­leiðangri sem hefst í byrj­un sept­em­ber. Mæl­ing­ar á ung­loðnu haustið 2020 leiddu til þess að gef­inn var út upp­hafskvóti fyr­ir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.

Vísi­tala ung­loðnu í leiðangr­in­um fyr­ir ári var sú næst­hæsta frá upp­hafi slíkra mæl­inga. Ef ekki væri varúðarnálg­un í afla­reglu upp á fyrr­nefnd 400 þúsund tonn hefði upp­hafskvót­inn verið yfir 700 þúsund tonn.

Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun.

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur á Haf­rann­sókna­stofn­un. Ljós­mynd/?Haf­rann­sókna­stofn­un

Venju sam­kvæmt verður upp­hafskvót­inn end­ur­skoðaður að lokn­um leiðangr­in­um í sept­em­ber. Lokaráðgjöf verður gef­in út að lokn­um mæl­ing­um í janú­ar og fe­brú­ar. Eft­ir mikla leit og mæl­ing­ar á loðnu­stofn­in­um var gef­inn út kvóti upp á sam­tals 127.300 tonn fyr­ir vertíðina síðasta vet­ur, en árin tvö á und­an voru eng­ar loðnu­veiðar heim­ilaðar.

Birk­ir Bárðar­son, fiski­fræðing­ur, seg­ir að í byrj­un sept­em­ber verði lagt af stað í hefðbund­inn tæp­lega 20 daga haust­leiðang­ur á tveim­ur rann­sókna­skip­um. Bjarni Sæ­munds­son fer á veg­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Árni Friðriks­son hef­ur verið leigður af Græn­lend­ing­um til loðnu­rann­sókna á sama tíma. Sam­vinna verður um rann­sókn­ir og verður rann­sókna­svæðið hafið norður af Íslandi og land­grunnið við Aust­ur-Græn­land. Farið verður vest­ur fyr­ir Ang­maksalik og norður fyr­ir Shannon-eyju og 75. gráðu ef ís og veður hamla ekki mæl­ing­um.

Kynþroska loðna á ferðinni

Birk­ir seg­ir ekki óeðli­legt að vænt­ing­ar séu bundn­ar við leiðang­ur­inn miðað við mæl­ing­ar á ung­loðnu haustið 2020, en sá ár­gang­ur ber uppi veiði næsta vetr­ar. Þá mæld­ust um 146 millj­arðar ein­stak­linga eða 734 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en sam­kvæmt afla­reglu þarf yfir 50 millj­arða til að mæla með upp­hafsafla­marki.

Í ár­leg­um mak­ríl­leiðangri Árna Friðriks­son­ar í júlí varð vart við kynþroska loðnu fyr­ir norðan land, m.a. meðfram land­grunns­brún­inni. Birk­ir seg­ir að ekki sé óvana­legt að á þessu svæði sé eitt­hvað af ókynþroska loðnu en óvana­legt sé að þarna sé stór kynþroska loðna. Hann seg­ir að eft­ir sé að vinna nán­ar úr gögn­um um það hversu langt þessi loðna hafi verið kom­in í þroska með til­liti til hrygn­ing­ar.

Makríllinn er á víð og dreif

Frétt af mbl.is

Mak­ríll­inn er á víð og dreif

Hann seg­ir viðbúið að miðað við sterk­an ár­gang sem von­andi sé á leiðinni sé loðnu víðar að finna en síðustu ár. Lík­leg­ast seg­ir hann að þessi loðna komi til hrygn­ing­ar á hefðbundn­um tíma næsta vet­ur og gefi þá fyr­ir­heit um að vel sé að ræt­ast úr með þenn­an ár­gang.

Kynþroska loðna sem fannst í þorskmögum í Eyjafirði í sumarbyrjun, .

Kynþroska loðna sem fannst í þorsk­mög­um í Eyjaf­irði í sum­ar­byrj­un, en þá var farið í nokkr­ar rann­sókn­ar­ferðir á minni bát­um. Ljós­mynd/?Haf­rann­sókna­stofn­un

Minna var af hrognaloðnu nyrðra

Und­an­far­in ár hafa borist frétt­ir af síðbú­inni hrygn­ingu loðnu fyr­ir norðan land. Til að meta stöðuna í ár fóru starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í nokkra túra á minni bát­um í maí og júní. Birk­ir Bárðar­son seg­ir að erfitt sé með sam­an­b­urð, en það sé sam­hljóm­ur meðal heima­manna, sem rætt var við, um að minna hafi verið af hrognaloðnu við Norður­land í ár en nokk­ur ár þar á und­an. Könnuð voru svæði frá Sigluf­irði aust­ur í Þistil­fjörð.

Birk­ir seg­ist að gerðar hafi verið til­raun­ir til að berg­máls­mæla hvort mark­tækt magn væri á ferðinni. Skoðaðir voru lík­leg­ir hrygn­ing­ar­blett­ir, mynda­vél­ar voru notaðar til að mynda fisk í torf­um og hugs­an­leg loðnu­hrogn á botn­in­um og háf­ar notaðir til að ná loðnu og öðrum sýn­um. Mynd­irn­ar til hliðar eru tekn­ar í ein­um þess­ara rann­sókn­ar­róðra.

Þá voru tek­in sýni úr fisk­mög­um og annað slagið var þar að finna loðnu. Í Eyjaf­irði fannst í slík­um sýn­um óhrygnd loðna sem hefði að lík­ind­um hrygnt í júní. Þá voru tek­in húðsýni úr hnúfu­bök­um, en með efna­grein­ingu er von­ast til að hægt verði að sjá hvað hval­irn­ir höfðu verið að éta.

Birk­ir seg­ir að með þess­um mæl­ing­um hafi ekki sést af­ger­andi magn af loðnu, hvorki til veiða né til að hafa áhrif á stofn­mat.

AF 200 milum mbl.is 

Myndir Þorgeir Baldursson og Hafrannsóknarstofnun 2021

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 526
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 991947
Samtals gestir: 48545
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:27:28
www.mbl.is