23.08.2021 08:24

Klettur Is 808 á Sæbjúgnaveiðum

                                                                                                         1426 Klettur IS 808 á sæbjúgnaveiðum við austurland mynd þorgeir Baldursson 27 april 2021

Fiski­stofa hef­ur aug­lýst eft­ir um­sókn­um um leyfi til veiða á sæ­bjúg­um á næsta fisk­veiðiári, sem hefst 1. sept­em­ber. Alls verður út­hlutað níu leyf­um til skipa sem stundað hafa veiðar á sæ­bjúg­um á síðustu þrem­ur fisk­veiðiár­um, en veiðar á sæ­bjúg­um eru ekki kvóta­sett­ar. Níu bát­ar hafa leyfi til veiða á sæ­bjúg­um á yf­ir­stand­andi fisk­veiðiári.

Veiðar má stunda í skil­greind­um hólf­um fyr­ir vest­an land og aust­an og þegar til­tekn­um afla er náð á hverju svæði eru veiðar stöðvaðar. Alls er heim­ilt að veiða rúm­lega 2.200 tonn í ár og um 100 tonn­um meira á næsta ári.

Ólíkt því sem gerst hef­ur á und­an­förn­um árum þegar afli hef­ur verið um­fram veiðiráðgjöf þá er afli fisk­veiðiárs­ins tals­vert und­ir heild­ar­ráðgjöf­inni. Nú er sam­kvæmt yf­ir­liti á vef Fiski­stofu búið að veiða tæp­lega 1.700 tonn og vant­ar því rúm 500 tonn upp á heim­ild­ir árs­ins.

Markaðir er­lend­is fyr­ir sæ­bjúgu hafa verið þung­ir í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um og skýr­ir það einkum að dregið hef­ur úr sókn, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins. Besti veiðitím­inn miðað við afla og gæði er á haust­in og fram und­ir hrygn­ingu vor og sum­ar, mis­jafnt eft­ir svæðum. Útgerðir hafa í ár haft sam­vinnu um skipu­lag og stýr­ingu veiða út frá aflareynslu til að koma í veg fyr­ir kapp­hlaup eins og verið hafði árin á und­an.

Klett­ur ÍS hef­ur komið með 456 tonn að landi, Þrist­ur ÍS og Sæ­fari ÁR 3 um 320 tonn hvor bát­ur og Eyji NK með rúm 176 tonn svo afla­hæstu bát­arn­ir séu nefnd­ir. Mörg und­an­far­in ár hef­ur Friðrik Sig­urðsson ÁR verið afla­hæst­ur, en á þessu fisk­veiðiári hef­ur hann komið með 48 tonn af sæ­bjúg­um að landi. Áhersla út­gerðar­inn­ar með þann bát hef­ur verið á neta­veiðar á þessu ári.

                                                                                      1084 Friðrik Sigurðsson Ár 17 áleið i netaróður þann 8 mars 2021 mynd þorgeir Baldursson 
  •  

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is