23.08.2021 08:24Klettur Is 808 á Sæbjúgnaveiðum
Fiskistofa hefur auglýst eftir umsóknum um leyfi til veiða á sæbjúgum á næsta fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Alls verður úthlutað níu leyfum til skipa sem stundað hafa veiðar á sæbjúgum á síðustu þremur fiskveiðiárum, en veiðar á sæbjúgum eru ekki kvótasettar. Níu bátar hafa leyfi til veiða á sæbjúgum á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðar má stunda í skilgreindum hólfum fyrir vestan land og austan og þegar tilteknum afla er náð á hverju svæði eru veiðar stöðvaðar. Alls er heimilt að veiða rúmlega 2.200 tonn í ár og um 100 tonnum meira á næsta ári. Ólíkt því sem gerst hefur á undanförnum árum þegar afli hefur verið umfram veiðiráðgjöf þá er afli fiskveiðiársins talsvert undir heildarráðgjöfinni. Nú er samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu búið að veiða tæplega 1.700 tonn og vantar því rúm 500 tonn upp á heimildir ársins. Markaðir erlendis fyrir sæbjúgu hafa verið þungir í kórónuveirufaraldrinum og skýrir það einkum að dregið hefur úr sókn, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Besti veiðitíminn miðað við afla og gæði er á haustin og fram undir hrygningu vor og sumar, misjafnt eftir svæðum. Útgerðir hafa í ár haft samvinnu um skipulag og stýringu veiða út frá aflareynslu til að koma í veg fyrir kapphlaup eins og verið hafði árin á undan. Klettur ÍS hefur komið með 456 tonn að landi, Þristur ÍS og Sæfari ÁR 3 um 320 tonn hvor bátur og Eyji NK með rúm 176 tonn svo aflahæstu bátarnir séu nefndir. Mörg undanfarin ár hefur Friðrik Sigurðsson ÁR verið aflahæstur, en á þessu fiskveiðiári hefur hann komið með 48 tonn af sæbjúgum að landi. Áhersla útgerðarinnar með þann bát hefur verið á netaveiðar á þessu ári.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1527 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 992948 Samtals gestir: 48558 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is