|
Seiðaeldisstöð Arctic Fish mynd þorgeir Baldursson 28 júni 2021 |
Verktakafyrirtækið Eykt mun annast hönnun og framkvæmdir við stækkun seiðaeldisstöðvar Arctic Fish í Norður-Botni í Tálknafirði og norska fyrirtækið Eyvi sér um tæknibúnað stöðvarinnar.
Áætlað er að kostnaður við verkið verði um 3,5 milljarðar króna og verður það ein af stærstu framkvæmdum einkaaðila á Vestfjörðum.
Framkvæmdir hefjast næstu daga. Húsnæðið verður stækkað um 4.200 fermetra og verður samtals 14.200 og kerjarými meira en tvöfaldað því við það bætast 7.200 rúmmetrar.
Framleiðslugeta stöðvarinnar tvöfaldast, verður 1.000 tonn sem svarar til um fimm milljóna 200 gramma seiða. Úr þeim fjölda á að vera hægt að ala um það bil 25 þúsund tonn af laxi.
Heimild morgunblaðið