05.09.2021 21:49

Tregt i Barentshafinu

                     2265 Arnar HU 1 á Veiðum  Mynd Þorgeir Baldursson 21 mars 2021 

Lítið um norðuríshafsþorsk í Barentshafi undanfarið, eins og þeir á Arnari HU fengu að reyna í síðasta túr.

Arnar HU, frystitogari FISK Seafood, kom til heimahafnar í gær eftir 40 daga úthald í Barentshafinu. Eftirtekjan var heldur rýr miðað við lengd úthalds eða um 540 tonn upp úr sjó, mestmegnis þorskur. Aflaverðmæti er um 200 milljónir.

„Þetta var 40 daga úthald og þetta gekk ekki neitt. Við vorum í rússneskri efnahagslögsögu og þarna var lítið sem ekkert af fisk. Það var blíðuveður allan tímann svo ekki var því ótíðinni um að kenna. Við vorum að vonast eftir meiri afla en það eru ekki allar ferðir til fjár í Barentshaf," segir Guðmundur Henry Stefánsson, skipstjóri á Arnari HU.

Guðmundur Henry  hefur farið nokkra túrana í Barentshaf en ekki áður á þessum árstíma. Yfirleitt gangi þorskurinn úr norskri lögsögu yfir í þá rússnesku í Barentshafinu í maí-júní en svo virðist sem göngurnar hafi verið eitthvað minni núna. Meiri veiði hafði samt verið nokkrum dögum áður en Arnar HU kom á miðin hjá íslenskum skipum og í júlí var afli Vigra RE eftir 30 daga á veiðum rúm 1.000 tonn upp úr sjó. Örfirisey RE fékk á svipuðum tíma öllu meiri afla enda getur skipið dregið tvö troll samtímis.

Arnar HU var eina íslenska skipið á þessum slóðum undir lokin en þarna voru líka rússnesk og færeysk skip sem voru ekki í mikilli þorskveiði. Þeir voru eitthvað að taka af ýsu en það gildir fyrir íslensku skipin má ekki fara yfir 8% heildaraflans og það er fljóttekið. Guðmundur Henry minntist þess að í júlí í fyrra var hann í mokveiði á svipuðum slóðum. Það sé því augljóst mál að minna af fiski var þarna þetta árið.

Framundan hjá Arnari HU er tveggja mánaða slippur. Til stendur að skipta út frystikerfinu. Í frétt fyrirtækisins kemur fram að einnig verður farið í hefðbundið viðhald þar sem áætlað er að skrokkur verði þykktarmældur, aðal og ljósavélar fari í upptekt, leguskipti verði í gír og togvindum, farið verði í viðhald á skrúfubúnaði, skipið verður málað að utan og innan ásamt öðrum hefðbundnum verkefnum. Einhver endurnýjun verður á búnaði.

Fyrirséð var að þetta yrði gert á haustmánuðum því allri áhöfninni var sagt upp í maí. Uppsagnarfresturinn er mislangur eftir mönnum og sumir hafa náð að ráða sig í önnur pláss en aðrir ekki. 

Heimild Fiskifrettir / Guðjón Guðmundsson 

mynd / þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is