06.09.2021 07:05

Skóli fluttur á nokkrum mínútum

                          1627 Sæbjörg  á siglingu á Eyjafirði eftir slipp á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 

Slysa­varna­skóli sjó­manna í Sæ­björgu mun á næst­unni flytja frá Aust­ur­höfn að Bót­ar­bryggju í Gömlu höfn­inni í Reykja­vík.

Bót­ar­bryggja ligg­ur úti af Grandag­arði, milli Slysa­varna­húss­ins og Bakka­skemmu, húss Sjáv­ar­klas­ans.

Það mun ekki taka nema nokkr­ar mín­út­ur að færa Sæ­björgu milli staða og óhætt að full­yrða að þetta er sá skóli á Íslandi sem tek­ur skemmst­an tíma að flytja.

Sæ­björg­in hef­ur legið í Aust­ur­höfn­inni síðustu 14 árin. Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á þessu svæði und­an­far­in ár.

Fyrst reis tón­list­ar­húsið Harpa, því næst stór fjöl­býl­is­hús og á næst­unni verður tekið þar í notk­un nýtt lúx­us­hót­el, Reykja­vík Ed­iti­on-hót­elið.

„Skól­inn er að flytja vegna breyttra aðstæðna, ekki síst vegna þeirr­ar upp­bygg­ing­ar sem hef­ur orðið við Aust­ur­bakk­ann, þ.m.t. hót­elið,“ seg­ir Magnús Þór Ásmunds­son, hafn­ar­stjóri Faxa­flóa­hafna.

„Sæ­björg­inni hef­ur verið fund­inn góður staður við Bót­ar­bryggju.

Þar er góð aðstaða fyr­ir æf­ing­ar en einnig er þar t.d. góður aðgang­ur að veit­inga­stöðum, al­menn­ings­sam­göng­um og ágæt­ur aðgang­ur að bíla­stæðum, allt sem hent­ar skól­an­um vel,“ bæt­ir Magnús við.

Heimild Morgunblaðið Sigtryggur /sisi @mbl.is

Mynd þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is