Arnar HU 1 var tekin upp i flotkvina á Akureyri i morgun Mynd þorgeir Baldursson 7 Sepember 2021
|
Strax var hafist handa við að háþrystiþvo Bakkann og efradekkið mynd þorgeir Baldursson |
Framundan hjá Arnari HU er tveggja mánaða slippur. Til stendur að skipta út frystikerfinu.
Í frétt fyrirtækisins kemur fram að einnig verður farið í hefðbundið viðhald þar sem áætlað er að skrokkur verði þykktarmældur, aðal og ljósavélar fari í upptekt, leguskipti verði í gír og togvindum, farið verði í viðhald á
skrúfubúnaði, skipið verður málað að utan og innan ásamt öðrum hefðbundnum verkefnum. Einhver endurnýjun verður á búnaði.
Fyrirséð var að þetta yrði gert á haustmánuðum því allri áhöfninni var sagt upp í maí. Uppsagnarfresturinn er mislangur eftir mönnum og sumir hafa náð að ráða sig í önnur pláss en aðrir ekki.