07.09.2021 06:20Hlýjasta sumarið í sögu veðurmælinga
Sigtryggur Sigtryggsson Sumarið 2021 hefur verið einstaklega hlýtt. Þetta er hlýjasta sumar frá upphafi mælinga á Akureyri, Egilsstöðum, Dalatanga og Grímsstöðum á Fjöllum og það næsthlýjasta í Grímsey og Bolungarvík. Á Akureyri hafa mælingar staðið yfir í 141 ár samfellt og 148 ár í Grímsey. Í tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar, þar sem fjallað er um mánuðina júní, júlí og ágúst, segir að sumarið hafi byrjað í kaldara lagi. Óvenjukalt var á landinu um miðjan júní og það frysti og snjóaði víða í byggð. Gróður tók hægt við sér eftir kalt og þurrt vor. Í lok júní hlýnaði til muna og við tóku óvenjuleg hlýindi á Norður- og Austurlandi sem héldu áfram nánast óslitið út sumarið. „Það var óvenjusólríkt og þurrt í þeim landshlutum á meðan þungbúnara og tiltölulega svalara var suðvestanlands,“ segir í yfirlitinu. Dagar þegar hámarkshiti mældist 20 stig eða meira einhvers staðar á landinu voru 57 í sumarmánuðunum þremur og hafa slíkir dagar aldrei verið fleiri (þeir voru 8 í júní, 29 í júlí og 20 í ágúst). ???????Heimild Morgunblaðið myndir Þorgeir Baldursson Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3025 Gestir í dag: 60 Flettingar í gær: 1455 Gestir í gær: 74 Samtals flettingar: 994446 Samtals gestir: 48567 Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:46:41 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is