07.09.2021 06:20

Hlýjasta sumarið í sögu veðurmælinga

                                          Akureyri bærinn við pollinn mynd þorgeir Baldursson 2021

                                                              Egilstaðir mynd þorgeir Baldursson 2021

                    Ferðafólk á leið i Grimsey með hvalaskoðunnarbátnum  Artic Cirkle mynd þorgeir Baldursson 

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Bókamerki óvirkt Setja bókamerki

Sum­arið 2021 hef­ur verið ein­stak­lega hlýtt. Þetta er hlýj­asta sum­ar frá upp­hafi mæl­inga á Ak­ur­eyri, Eg­ils­stöðum, Dala­tanga og Gríms­stöðum á Fjöll­um og það næst­hlýj­asta í Gríms­ey og Bol­ung­ar­vík. Á Ak­ur­eyri hafa mæl­ing­ar staðið yfir í 141 ár sam­fellt og 148 ár í Gríms­ey.

Í tíðarfars­yf­ir­liti Veður­stof­unn­ar, þar sem fjallað er um mánuðina júní, júlí og ág­úst, seg­ir að sum­arið hafi byrjað í kald­ara lagi. Óvenjukalt var á land­inu um miðjan júní og það frysti og snjóaði víða í byggð. Gróður tók hægt við sér eft­ir kalt og þurrt vor.

Í lok júní hlýnaði til muna og við tóku óvenju­leg hlý­indi á Norður- og Aust­ur­landi sem héldu áfram nán­ast óslitið út sum­arið. „Það var óvenju­sól­ríkt og þurrt í þeim lands­hlut­um á meðan þung­bún­ara og til­tölu­lega sval­ara var suðvest­an­lands,“ seg­ir í yf­ir­lit­inu.

Dag­ar þegar há­marks­hiti mæld­ist 20 stig eða meira ein­hvers staðar á land­inu voru 57 í sum­ar­mánuðunum þrem­ur og hafa slík­ir dag­ar aldrei verið fleiri (þeir voru 8 í júní, 29 í júlí og 20 í ág­úst).

???????Heimild Morgunblaðið 

myndir Þorgeir Baldursson 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is