07.09.2021 10:29

Sjó­menn slitu kjara­við­ræðum

                                                          Sjómenn mynd þorgeir Baldursson 2021

Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). 

Viðræður hafa átt sér stað í nokkra mánuði en kjarasamningar sjómanna hafa verið lausir um nokkurt skeið.

Frá þessu er greint á vef SFS en nokkur munur er sagður vera á kröfum einstakra stéttarfélaga sjómanna.

Áætla samtökin að ef fallist yrði á kröfurnar hlypi kostnaður vegna þeirra á milljörðum króna ár hvert. 

„Það er von SFS að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu sem fyrst og klára það mikilvæga verkefni sem fyrir liggur.“

Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir að viðræðurnar strandi á lífeyrissjóðsmálum.

Farið hafi verði fram á að mótframlag útgerða í lífeyrissjóð hækki upp í 3,5 prósent en fyrirtækin hafi ekki verið tilbúin til að mæta þeim kröfum nema sá hlutur verði tekinn af öðrum tekjum sjómanna. 

Samningar hafa nú verið lausir frá því í lok 2019 og hafa verið haldnir 20 fundir hjá ríkissáttasemjara á því tímabili. Þá eru ótaldir beinir fundir samningsaðila. 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is