08.09.2021 23:03

AFLINN ER NÁNAST ALLUR ÞORSKUR

 

                                1833 Málmey Sk 1 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Málmey SK1 landar á Sauðárkróki í dag. Heildarmagn afla um borð er um 130 tonn.

Haft var samband við Þórarinn skipstjóra á Málmey.

„Við vorum sex sólarhring á veiðum, það gekk vel fyrsta sólarhringinn en varð frekar rólegt eftir það. Aflinn er nánast allur þorskur en smávegis er af grálúðu. Við byrjuðum á veiðum á Sporðagrunni, síðan Ostahrygg og enduðum norðan við Kolbeinsey. Við fengum blíðuveður allan túrinn“ segir Þórarinn

Áætlað er að Málmey haldi aftur til veiða kl 20.00 í kvöld.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 593
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 7650
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 1700219
Samtals gestir: 63040
Tölur uppfærðar: 23.7.2025 01:45:38
www.mbl.is