01.10.2021 00:09

KG fiskverkun kaupir Valafell

Fyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ.

                                            1304 ólafur Bjarnasson SH 137 mynd þorgeir Baldursson 

Eigendur Valafells ehf. hafa komist að samkomulagi við KG Fiskverkun ehf. um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Valafelli ehf. Samningar aðila eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Frá kaupunum er sagt í tilkynningu.

KG Fiskverkun gerir út skipið Tjald SH 270 með heimahöfn í Snæfellsbæ. Þá rekur félagið einnig fiskvinnslu í Snæfellsbæ.

Valafell ehf. er rótgróið útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki í Snæfellsbæ sem rekur sögu sína allt til ársins 1961. Fyrirtækið gerir út Ólaf Bjarnason SH 137, sem er 112 lesta bátur, smíðaður á Akranesi árið 1973 og er gerður út á dragnót og net. Árið 1990 tók fyrirtækið í notkun nýtt fiskvinnsluhús og rak þar saltvinnslu til ársins 2011 en þá var saltfiskvinnslan flutt í stærra húsnæði eftir miklar endurbætur og ný tæki keypt til fiskvinnslu.

Fyrirætlanir nýrra eigenda er að efla enn frekar starfsemi sína í Snæfellsbæ.

Í tilkynningunni segja þau Björn Erlingur og Kristín:

„Við erum mjög ánægð með að samningar hafi tekist við KG Fiskverkun og þannig tryggt að starfsemin verði áfram í heimabyggð og bindum miklar vonir við að hún verði efld enn frekar.“

„Við erum mjög þakklát fyrir það traust sem þau Kristín og Björn Erlingur hafa sýnt okkur og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir,“ segir Daði Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KG Fiskverkunar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2546
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 993967
Samtals gestir: 48567
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 13:25:36
www.mbl.is