|
2433 Frosti ÞH 229 mynd þorgeir Baldursson |
Slippurinn Akureyri ehf og Frosti ehf hafa gert með sér samkomulag þar sem Slippurinn mun bera ábyrgð á hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum vinnslubúnaði í ísfisktogarann Frosta ÞH 229. Áætlað er að uppsetning á búnaðinum muni hefjast í október.
„Nýi búnaðurinn mun tryggja góð og jöfn gæði þar sem áhersla er lögð á góða blæðingu og þvott á fiski ásamt háu rekstraröryggi. Við notum besta búnað sem völ er á“ segir Páll Kristjánsson sviðsstjóri framleiðslusviðs hjá Slippnum.
Samhliða breytingum á vinnsludekkinu verður þilfarið vatnsblásið, einangrun endurnýjuð og gólf klædd slitsterku efni. Skipið verður jafnframt málað ásamt því sem öðru hefðbundnu viðhaldi verður sinnt.
„Þetta verkefni er gott dæmi um styrkleika Slippsins Akureyri þar sem við önnumst breytingar á vinnsludekki ásamt öðrum þjónustuverkum samtímis “ segir Páll.
Sigurgeir Harðarson vélstjóri og einn eiganda Frosta ehf segist spenntur fyrir komandi breytingum.
„Hönnunarferlið fyrir vinnsludekkið hefur gengið vel og erum við mjög ánægðir með útkomuna. Við höfum alltaf lagt áherslu á að stunda ábyrgar veiðar og hámarka verðmæti aflans og á því verður engin breyting“ segir Sigurgeir í spjalli við heimasíðu