05.10.2021 12:28Stærsta skipið selt til RússlandsNavigator er engin smásmíði Hann er 121 m á lengd og hefur frá 2017 verið á veiðum úti fyrir ströndum Máritaníu. — Ljósmynd/?Albert Haraldsson Span Ice selur risatogarann Navigator til rússnesks útgerðarfélags • Stærsta fiskveiðiskip sem verið hefur í eigu Íslendings • Eigandinn keypti skipið af Rökke árið 2016 en bauð fyrst í það árið 2008Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrirtækið Span Ice hefur selt rússneska útgerðarfyrirtækinu JSC Akros risatogarann Navigator. Haraldur Reynir Jónsson er eigandi Span Ice en systurfyrirtæki þess, Úthafsskip, hefur annast útgerð Navigator við strendur Máritaníu frá árinu 2017. Skipið keypti Span Ice árið 2016 og réðst í kjölfarið í talsverðar endurbætur á því. Morgunblaðið náði tali af Haraldi í gær, skömmu eftir að afhending skipsins fór fram á Las Palmas á Kanaríeyjum, þaðan sem skipið hefur verið gert út. „Þetta eru mikil tíðindi fyrir okkur en með þessu fer síðasti togarinn úr eigu okkar. Í fyrra seldum við skipin Viktoríu og Gloríu til Óman,“ segir Haraldur. Hann segir að talsverður aðdragandi hafi verið að sölunni. Þannig hafi kaupendurnir nálgast hann á síðasta ári og fyrir um mánuði hafi kaupsamningur verið undirritaður. Það er þó ekki langur tími, samanborið við það hversu langur tími leið frá því að Haraldur fékk þá hugdettu að kaupa Navigator og þar til skipið komst í hans eigu. „Ég bauð í skipið fyrst árið 2008 en það var ekki fyrr en átta árum síðar sem við Røkke náðum saman og hann seldi.“ Verkefnalaust frá 2007Vísar Haraldur þar til norska útgerðarkóngsins Kjell Inge Rökke sem lét smíða skipið árið 1996. Hafði skipið legið bundið við bryggju í skipasmíðastöð í Króatíu og verkefnalaust, allt frá árinu 2007. Hann segir að JSC Akros sé fyrirtæki sem staðsett sé á Kamsjatka-skaga í austurhluta Rússlands og að sennilega fari skipið til veiða á Kyrrahafi í kjölfar breytinga. Stórt á alla mælikvarða„Við gerðum talsverðar breytingar á skipinu á sínum tíma. Bjuggum það til uppsjávarveiða, settum upp vinnslulínur og frystibúnað fyrir uppsjávarskip og endurnýjuðum rafeindabúnað í brúnni. Mér skilst á kaupendunum að þeir muni auka við vinnslugetu skipsins enn frekar og bæta fiskimjölsverksmiðju við skipið.“ Það er engin smásmíði. Stærsta fiskiskip sem nokkru sinni hefur verið í eigu íslensks aðila. Vinnslugeta þess er 220 tonn af frystum afurðum á sólarhring. Lengd þess er 121 metri en til samanburðar er lengsta skip Brims, Víkingur AK 100, 81 metri á lengd. Þá er Beitir NK 122, sem er í eigu Síldarvinnslunnar, 89 m á lengd. Navigator er 18,5 metrar á breidd og 8.913 brúttórúmlestir. 70-80 í áhöfn á hverjum tíma„Í áhöfn hafa verið á bilinu 70-80 manns á hverjum tíma og við höfum gert það út með tveimur áhöfnum,“ segir Haraldur. Skipstjórar á skipinu hafa verið þeir Páll Kristjánsson og Albert Haraldsson en sá síðarnefndi hélt í gær upp á afmæli sitt, sama dag og skipið færðist í eigu JSC Akros. Kaupverðið er trúnaðarmál að sögn Haraldar en hann viðurkennir þó að hann sé mjög sáttur við viðskiptin. Ekki hafi í raun staðið til að selja skipið heldur hafi ætlunin verið að gera það áfram út. Hann segir óljóst hvað taki við. Spurður út í hvort langri útgerðarsögu sé nú lokið, vill Haraldur ekki kveða upp úr um það. „Það eru mörg tækifæri og ýmsir möguleikar sem vert er að skoða en það er ekkert ákveðið enn þá,“ segir hann. Navigator» Skipið var smíðað fyrir Kjell Inge Rökke árið 1996. Haraldur Reynir Jónsson Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 2696 Gestir í dag: 15 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1121822 Samtals gestir: 52256 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is