26.10.2021 22:16

Nýtanleg ígulkeramið í Norðfjarðarflóa

 

                              1787 Eyji Nk 4 mynd þorgeir Baldursson október 2021

                1787 Eyji Nk 4 hifir plóginn við Norðfjarðarhornið mynd þorgeir Baldursson 

Skolla­kopp­ar eða ígul­ker fund­ust á 90% stöðva í leit að mögu­leg­um miðum í Norðfjarðarflóa og Mjóaf­irði síðasta vor. „Niður­stöður könn­un­ar­inn­ar leiddu í ljós að nýt­an­leg ígul­keramið eru á svæðinu, sér­stak­lega í Hell­is­firði og Viðfirði,“ seg­ir m.a. í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um verk­efnið.

Afl­inn var 15-200 kíló í togi, en togað var á tíu stöðvum. Meðal­stærð var yfir lönd­un­ar­stærð á öll­um stöðvum þar sem skolla­kopp­ur veidd­ist. Yf­ir­leitt var afl­inn nokkuð hreinn og lít­ill meðafli.

Útgerðarfé­lagið Emel ehf. í Nes­kaupstað stóð fyr­ir leiðangr­in­um og var bát­ur þeirra, Eyji NK-4, notaður við könn­un­ina. Um borð var veiðieft­ir­litsmaður, sem sá um sýna­tök­ur, mynda­tök­ur og skrán­ingu.

Ígul­kerið skolla­kopp­ur eða græníg­ull mun vera eina ígul­kera­teg­und­in við Ísland sem hef­ur verið nýtt. Til­rauna­veiðar hóf­ust, þá stundaðar af köf­ur­um, árið 1984 á nokkr­um stöðum við landið en lögðust af 1988. Árið 1993 hóf­ust veiðar að nýju við landið, en þá voru notaðir plóg­ar við veiðarn­ar. Há­mark landaðs afla var 1.500 tonn árið 1994 og voru veiðarn­ar stundaðar fram til 1998 þegar markaðir hrundu. 2004 hóf­ust plóg­veiðar að nýju í inn­an­verðum Breiðafirði en litlu var landað þar til árið 2007 er afl­inn var 134 tonn.

Síðan þá hef­ur afl­inn auk­ist og mest verið veitt í Breiðafirði en sl. ár hef­ur einnig verið veitt í Húna­flóa og Reyðarf­irði, seg­ir í skýrslu Haf­rann­sókna­stofn­un­ar.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is