03.11.2021 21:43

Jakob Valgeir og Elmar leigja út skip til útgerðar í Namibíu

Út­gerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir Flosa­son og fyrr­ver­andi banka­mað­ur­inn, Elm­ar Svavars­son, keyptu tog­ara og leigja hann til hesta­makríls­veiða í Namib­íu. Um er að ræða fyrsta skip­ið í eigu ís­lenskra fjár­festa sem fer til veiða í Namib­íu eft­ir að Sam­herja­mál­ið kom upp í lok árs í fyrra.

Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík, og Elmar Svavarsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis banka, eru byrjaðir að leigja út togara sem gerir út í Namibíu.

Togarinn heitir Ernir og er skráður með heimahöfn í smáríkinu Belís í Mið-Ameríku. Fyrirtækið sem leigir skipið heitir Tunacor Fisheries og er namibískt útgerðarfélag.

Þetta er sama útgerðarfélag og hefur keypt togarann Heinaste af Samherja. 

Jakob Valgeir og Elmar hafa stofnað saman félagið NFS ehf. til að halda utan um eignarhald togarans sem veiðir hestamakríl í Namibíu. Eignarhald NFS ehf. á togaranum er í gegnum spænskt félag,

North Fish Seafood á Las Palmas á Kanaríeyjum. Stjórnarmenn í því félagi eru áðurnefndur Elmar og Hlynur Þórisson, samkvæmt gögnum um félagið úr spænsku hlutafélagaskránni. 

„Þetta er rétt, já, en við erum ekki að gera út skipið heldur leigðum við það út,“ segir Jakob Valgeir í samtali við Stundina.

                                Ernir EX Guðmundur Ve 29 i Reykjavikurhöfn mynd Kristján Gylfasson  2021 

         Tasilack GR  ex Guðmundur  Ve 29 á Makrilveiðum i Grænlensku Lögsögunni mynd þorgeir Baldursson

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1114
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120240
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34
www.mbl.is