04.11.2021 22:05

UM 65 MILLJÓNIR Í HAFNARGJÖLD

       Landgangur á Björgu EA 7 festur Björn Þórarinsson ásamt Hafnarstarfsmönnum  mynd þorgeir Baldursson

 

Samherji og Útgerðarfélag Akureyringa greiddu samtals um 65 milljónir króna í hafnargjöld til Hafnasamlags Norðurlands á liðnu ári.  Togarar félaganna landa að mestu á Akureyri og Dalvík þar sem fiskvinnsluhús þeirra eru.

Pétur Ólafsson hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands segir á vefsíðu Samherja að bæði félögin séu mikilvægir viðskiptavinir samlagsins. „Sem betur fer erum við ekki með öll eggin í sömu körfunni.

Skemmtiferðaskipin hafa skipt okkur miklu máli en tekjur vegna þeirra brustu algjörlega í fyrra vegna heimsfaraldursins. Góðu heilli tókst Samherja og ÚA að gera út flotann í faraldrinum og gátu séð fiskvinnsluhúsum fyrir hráefni.

Ef það  hefði ekki gengið upp, hefðu tekjur okkar dregist enn frekar saman með tilheyrandi afleiðingum.“

Heildartekjur samlagsins á liðnu ári námu 388 milljónum króna.

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is