05.11.2021 14:53

Gert Klárt fyrir Loðnuvertið á Neskaupstað

                            2909 Bjarni Ólafsson AK 70 Mynd þorgeir Baldursson 2021

Bjarni Ólafsson AK liggur í Norðfjarðarhöfn og þar er verið að gera skipið klárt fyrir loðnuvertíð.

Runólfur Runólfsson skipstjóri segir að vinnan gangi vel og menn séu spenntir að halda til veiða. „Ég geri ráð fyrir að við siglum suður til Reykjavíkur á morgun en loðnunótin er þar.

Nótin verður væntanlega tekin um borð á mánudagsmorguninn og síðan verður haldið rakleiðis til veiða úti fyrir Norðurlandinu.

Það skiptir máli að hefja veiðar sem fyrst ef allur sá kvóti sem úthlutað hefur verið á að nást.

Menn verða að halda mjög vel á spilunum til að ná kvótanum og nauðsynlegt verður að veiða drjúgan hluta hans fyrir áramót.

Stóra spurningin í þessu öllu saman er veðrið. Það viðrar oft ekkert sérstaklega vel þarna fyrir norðan á þessum árstíma og veðurútlitið fyrir næstu viku er ekki gott.

Menn verða hins vegar að vera á staðnum og grípa tækifærin í veðurgluggum þegar þau gefast. Það veiðist ekkert ef menn eru ekki til staðar.

Þetta mun allt koma í ljós og það þýðir ekkert annað en vera bjartsýnn,“ segir Runólfur.

Danska uppsjávarskipið Ísafold mun koma á loðnumiðin norður af landinu síðar í dag en það má einungis veiða í grænlenskri lögsögu.

                                                                      Isafold HG 333 MYND Aðsend 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is