11.11.2021 22:59

Blængur næst í Barenshafið

                            1345 Blængur NK 125  á toginu. Mynd/Þorgeir Baldursson
 
 

Aflinn 860 tonn í síðasta túr að verðmæti 310 milljónir.

 

Frystitogarinn Blængur NK landaði í Neskaupstað í fyrradag að lokinni 39 daga veiðiferð. Veiðiferðin var tvískipt en skipið millilandaði 20. október sl. Aflinn var 860 tonn og verðmæti hans 310 milljónir króna, að því er segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson var skipstjóri í veiðiferðinni og segir hann í viðtali í frétt Síldarvinnslunnar að veðrið hafi reynst þeim Blængsmönnum erfitt:

„Það var mikið af brælum í þessum túr. Það má segja að túrinn hafi einkennst af flótta undan veðri. Þegar hægt var að veiða gekk það hins vegar bara vel. Við vorum mest á Vestfjarðamiðum en síðan veiddum við gulllax fyrir sunnan land. Aflinn var býsna blandaður; mest ufsi, grálúða og þorskur. Næst á dagskránni hjá Blængi er túr í Barentshafið en ég mun sleppa við hann. Nýr skipstjóri, Sigurður Hörður Kristjánsson, mun fara með skipið þangað og hann þekkir Barentshafið vel, allavega Noregsmegin,“ segir Bjarni Ólafur

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is