15.11.2021 14:33

ICEFISH-RÁÐSTEFNAN - ÖLL Á VEFNUM

       264 Þórður Jónasson EA 350 á Loðnuveiðum Mynd Valgeir Baldursson 

Vegna aðstæðna sem enginn hafði stjórn á þurfti að fresta Íslensku sjávarútvegsráðstefnunni, en nú í ár geta bæði sýnendur og gestir geta tekið þátt í IceFish Connect á netinu. Þar verður að finna, aðgengilegt á netinu, allt það sem venjulega er á Íslensku sjávarútvegsráðstefnunni.

Þar á meðal er ríkuleg dagskrá IceFish Connect ráðstefnunnar ásamt málstofum fullvinnsluráðstefnunnar Fish Waste for Profit, auk þess sem tækifæri gefast til að efna til funda og fylgjast með kynningum í rauntíma.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við erum með IceFish á netinu, og í framtíðinni munum við halda hana þannig samhliða viðburðum á staðnum. Þetta verður gert þannig frá og með Íslensku sjávarútvegsráðstefnunni 2022, “ segir Marianna Rasmussen-Coulling viðburðastjóri.

„Mikil vinna hefur farið í að setja saman réttu efnisatriðin til þess að tryggja að IceFish Connect dragi að sér bæði réttu frummælendurna og raunverulega áhugasama áheyrendur.“

Allir gestir á IceFish Connect verða skráðir og snjallkerfi greinir hvern gest til að geta parað hann við framleiðendur og þjónustuveitendur sem hafa eitthvað að bjóða sem fellur að kröfum hans. Þannig er séð til þess að gestirnir geti nýtt sér eftir bestu getu þau tækifæri sem skapast á IceFish Connect.

„Þetta er ekki sami viðburðurinn og ráðstefnan sem gerði fólki kleift að hittast augliti til auglitis, en í grundvallaratriðum er hann þó eins og allir aðrir viðburðir í viðskiptalífinu. Þótt ekki verði hægt að hittast af hendingu á göngunum, þá parar ráðstefnan saman fólk út frá þeim áhugaefnum sem skráð voru fram í upphafi. Þetta hjálpar fólki að ná til annarra þegar kröfurnar smella saman, ” segir hún.

„Þannig að þið getið hist, myndað sambönd og rætt það sem mestu máli skiptir fyrir ykkur og fyrirtækin ykkar, rétt eins og þið gætuð gert með því að hittast augliti til auglitis.”

Gestir fá í hendurnar ítarlega dagskrá netráðstefnunnar, þar sem sérfærðingar hafa framsögu og pallborðsumræður verða á hverri málstofu. Þetta er viðbót við aðaldagskrá IceFish Connect með viðburðum og kynningum."

„Þetta er annað árið í röð sem takmarkanir vegna Covid koma í veg fyrir að fólk geti hist augliti til auglitis, þrátt fyrir að sjávarútvegs-, fiskeldis- og sjávarfangsgeirarnir séu afar úrræðagóðir og fljótir að laga sig að nýju vinnuumhverfi. IceFish Connect er okkar framlag til þess að auðvelda fólki í fiskveiðum, vinnslu og sjávarfangsfyrirtækjum að vera í tengslum hvert við annað og ráði yfir nýjustu þekkingu – og við munum snúa aftur árið 2022, bæði með aðra IceFish Connect netráðstefnu og Íslensku sjávarútvegssýninguna sem átti að hafa orðið að veruleika fyrir löngu í raunheimum,” segir Marianne Rasmussen-Coulling.

Fylgist með okkur á TwitterFacebook og LinkedIn

Einnig er hægt að hafa samband í síma +44 1329 825335 eða sent tölvupóst á netfangið info@icefish.is

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is