19.12.2021 00:15

Haffærisskírteini var útrunnið

                                   1686 Drangur ÁR 307  sokkinn við bryggju á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson 

                      1686 Drangur Ár 307 verið að hifa bátinn upp mynd þorgeir Baldursson 

                                1686 Drangur ÁR 307 á Stöðvarfirði mynd þorgeir Baldursson 2020

Ýmsu virðist hafa verið ábóta­vant um borð í Drangi ÁR sem sökk við bryggju á Stöðvarf­irði í fyrra­haust. Í niður­stöðum Rann­sókn­ar­nefnd­ar sam­göngu­slysa, sigl­inga­sviði, kem­ur fram að nefnd­in tel­ur að sjór hafi kom­ist inn á milliþilfar með spúlslöngu og/?eða slóglúg­unni og kom­ist þaðan niður í lest og vél­ar­rúm. Í sér­stakri ábend­ingu bend­ir nefnd­in á mik­il­vægi þess að ganga tryggi­lega frá skipi þegar það er yf­ir­gefið í höfn og sjá til þess að það sé vaktað.

Drang­ur ÁR hafði verið á sæ­bjúgna­veiðum og komið til Stöðvar­fjarðar til lönd­un­ar 12. októ­ber. Skip­verj­ar voru í viðhalds­vinnu og lag­fær­ing­um á búnaði á vinnsluþilfari fram til 20. októ­ber en fóru þá í frí. Að morgni 25. októ­ber var kom­inn það mik­ill sjór inn í skipið að það lagðist á stjórn­borðshliðina og sökk við bryggju.

Við rann­sókn kom meðal ann­ars fram að haf­færis­skír­teini var út­runnið, en það gilti til 15. októ­ber 2020. Eft­ir að skip­inu var lyft upp og það látið fljóta kom ekki í ljós neinn leki að því. Skipið var við bryggju á Stöðvarf­irði fram í ág­úst 2021 en þá var það dregið til út­landa í niðurrif.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1274
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 400
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1079408
Samtals gestir: 51444
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:46:24
www.mbl.is