19.12.2021 00:15Haffærisskírteini var útrunnið
Ýmsu virðist hafa verið ábótavant um borð í Drangi ÁR sem sökk við bryggju á Stöðvarfirði í fyrrahaust. Í niðurstöðum Rannsóknarnefndar samgönguslysa, siglingasviði, kemur fram að nefndin telur að sjór hafi komist inn á milliþilfar með spúlslöngu og/?eða slóglúgunni og komist þaðan niður í lest og vélarrúm. Í sérstakri ábendingu bendir nefndin á mikilvægi þess að ganga tryggilega frá skipi þegar það er yfirgefið í höfn og sjá til þess að það sé vaktað. Drangur ÁR hafði verið á sæbjúgnaveiðum og komið til Stöðvarfjarðar til löndunar 12. október. Skipverjar voru í viðhaldsvinnu og lagfæringum á búnaði á vinnsluþilfari fram til 20. október en fóru þá í frí. Að morgni 25. október var kominn það mikill sjór inn í skipið að það lagðist á stjórnborðshliðina og sökk við bryggju. Við rannsókn kom meðal annars fram að haffærisskírteini var útrunnið, en það gilti til 15. október 2020. Eftir að skipinu var lyft upp og það látið fljóta kom ekki í ljós neinn leki að því. Skipið var við bryggju á Stöðvarfirði fram í ágúst 2021 en þá var það dregið til útlanda í niðurrif.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1274 Gestir í dag: 38 Flettingar í gær: 400 Gestir í gær: 25 Samtals flettingar: 1079408 Samtals gestir: 51444 Tölur uppfærðar: 30.12.2024 18:46:24 |
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is