23.12.2021 23:07

Nýsmíði frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur eftir 30 ára hlé

 

Stakkavík í Grindavík hefur pantað bát

Stakkavík hf. í Grindavík hefur samið við Skipasmíðastöð Njarðvíkur um smíði á 29,9 bt línubát sem veiða mun úr krókaaflamarkskerfinu. Báturinn verður fyrsti stálbáturinn sem smíðaður hefur verið fyrir íslenska útgerð í þessum flokki í yfir 20 ár. 

Stakkavík var fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi til að láta smíða bát í krókaaflamarkskerfið sem fullnýtti allar reglugerðir þ.e.a.s báturinn er eins stór og mögulegt er miðað við gildandi reglugerð um smíði báta undir 30 brúttótonnum. 

Minna kolefnisspor 

Aftur ætlar Skakkavík að vera brautryðjandi í smíði báta í krókaaflamarkskerfinu því þessi bátur er sérstaklega hannaður með það í huga að minnka kolefnisspor. Með smíðinni er verið að stíga fyrstu alvöru skref í átt að minna kolefnisspori í smíði fiskibáta. Er það gert með því að stækka skrúfuna og minnka skrúfuhraða. Þá eru tvær 214 kw aðalvélar í bátnum sem báðar eru með áföstum 46kw rafal og áfastri vökvadælu sem knýja skrúfuna. Þannig verða vélarnar alltaf keyrðar á besta mögulega álagi sem gefur u.þ.b 25% minni eldsneytiseyðslu en bátur með hefðbundinni skrúfu og hefðbundnum vélbúnað. Aðeins önnur vélin mun vera í notkun á veiðum en báðar á stími. 

Báturinn verður smíðaður á hefðbundinn hátt. Skrokkurinn er úr stáli og yfirbyggingin úr áli. 

Fjölþætt samstarf tæknifyrirtækja 

Smíði skipsins er upphafið að samstarfi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Akkan-Maritime í Tyrklandi. Skrokkurinn verður smíðaður þar en öll önnur vinna unnin hér heima í samstarfi við íslensk tæknifyriræki. Báturinn verður vel búinn búnaði, s.s beitningavélabúnaði frá Mustad og krapakerfi frá Kælingu. Vinnslubúnaður á dekki verður frá Mikro og siglingatæki í brú eru frá Sónar. Vélarnar eru frá Mitsubishi. Vökvakerfið er frá Landvélum/Rexroth. Þá er í bátnum 20kw landvél og tvær öflugar 16“ hliðarskrúfur. 

Skipasmíðastöð-Njarðvíkur mun afhenda Stakkavík bátinn fullbúinn  til veiða 10. nóvember á næsta ári. 

Siðasta nýsmiði Stakkavikur var 

Óli á Stað GK 99 var smíðaður á Akureyri, í Seiglu, og afhentur vorið 2017. Hann er 14,8 metra langur og mælist 29.95 BT að stærð.

Það er Stakkavík ehf. í Grindavík sem á bátinn og gerir út.

                                        2842 óli Á stað Gk 99 mynd þorgeir Baldursson 2017 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1318
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1120444
Samtals gestir: 52254
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 05:49:23
www.mbl.is