29.12.2021 21:29

verður Kirkella H-7 seld frá Hull

                          Kirkella H-7 á veiðum i Barentshafi mynd þorgeir Baldursson 2017

Það kann að koma til þess að einn af síðustu út­haf­stog­ur­um Hull, Kirkella H-7, verði seld­ur. Skipið fær aðeins helm­ing þess kvóta sem það áður fékk í norskri lög­sögu og seg­ir Jane Sand­ell, for­stjóri UK Fis­heries, seg­ir í Yorks­hire Post að samn­ing­ur sem beska rík­is­stjórn­in gerði við Nor­eg um fisk­veiðar sé „al­gjört áfall“ fyr­ir fyr­ir­tækið.

UK Fis­heries Lim­ited, sem er í helm­ingseigu Sam­herja í gegn­um dótt­ur­fé­lagið Onw­ard Fis­hing Comp­any, hef­ur gert út skipið Kirkella sem áður veiddi um 8% af fiski sem seld­ur var til versl­ana með fisk og fransk­ar í Bretlandi. Þá veiddi Kirkella fyr­ir Brex­it um 10 þúsund tonn af norður­slóðaþorski í norskri lög­sögu, en fær nú aðeins að veiða 500 tonn.

„Að tala um von­brigði væri van­mat ald­ar­inn­ar,“ seg­ir Sand­ell og bæt­ir við að fög­ur fyr­ir­heit bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafi verið inn­an­tóm. „Eina álykt­un­in sem hægt er að draga er að þeim sé al­veg sama. […] Að ganga frá borðinu með 500 tonn þegar það myndi und­ir venju­leg­um kringu­stæðum vera þúsund­ir er ekki hægt að lýsa sem góðum ár­angri.“

Hún seg­ir ljóst að end­ur­meta þurfi til­hög­un rekst­urs fyr­ir­tæk­is­ins og til greina komi að grípa til niður­skurðar og selja skipið.

þess má geta að skipstjórnamenn  Kirkellu eru Islenskir 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1527
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 1455
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 992948
Samtals gestir: 48558
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 10:48:29
www.mbl.is