31.12.2021 00:59Uppgjör sýnir traustan rekstur Samherjasamstæðunnar
Vegna óvissu um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstri í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi.Hagnaður af rekstri alþjóðlega sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja Holding ehf. á árinu 2020 nam 27,4 milljónum evra og 1,4 milljónum evra á árinu 2019. Rekstur samstæðunnar felst í útgerð, landvinnslu, markaðs- og sölustarfsemi auk flutningastarfsemi. Ársreikningarnir voru samþykktir á aðalfundi félagsins hinn 29. desember 2021. Um uppgjörið er fjallað á heimasíðu Samherja. Þar segir að ekki hefur enn tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðar í Namibíu sem nú hefur verið aflögð og flokkuð sem slík í ársreikningunum. „Þá ríkir enn óvissa um málarekstur vegna fjárhagslegra uppgjöra sem tengjast rekstrinum í Namibíu. Af þessum ástæðum gerir stjórn Samherja Holding ehf. í skýrslu sinni fyrirvara um uppgjör þess félags sem annaðist starfsemina þar í landi. Sama fyrirvara gera endurskoðendur félagsins í áritun sinni. Að öðru leyti er áritun á reikningana fyrirvaralaus. Framangreind óvissa hefur valdið þeim drætti sem orðið hefur á gerð ársreikninganna en stjórnin taldi mikilvægt að freista þess að fá sem gleggstar upplýsingar um þessa þætti áður en gengið yrði frá reikningunum.“ Fjárhagslega sterkt félag Þá segir að tekjur samstæðu Samherja Holding ehf. af seldum vörum námu 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs og lækkuðu nokkuð miðað við árið á undan þegar þær námu 355,7 milljónum evra. Eignir samstæðunnar námu 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, samanborið við 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Lang umsvifamesti þátturinn í rekstri Samherja Holding ehf. eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Af erlendum fyrirtækjum eru nefnd Deutsche Fischfang Union (DFFU) í Cuxhaven sem er elsta sjávarútvegsfyrirtæki Þýskalands. Samherji Holding hefur átt aðkomu að rekstri þess félags í rúmlega aldarfjórðung með góðum árangri. Hér má einnig nefna sölufyrirtækið Seagold og sjávarútvegsfyrirtækið Onward Fishing í Bretlandi og fyrirtæki í Noregi og Kanada. Á áðurnefndum aðalfundi Samherja Holding ehf. fór fram stjórnarkjör í félaginu og voru Eiríkur S. Jóhannsson, Óskar Magnússon, Kristján Vilhelmsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir og Þorsteinn Már Baldvinsson kosin í stjórn þess. „Eins og ársreikningarnir sýna er Samherji Holding ehf. sterkt félag með mikla möguleika til framtíðar litið. Efnahags- og lausafjárstaðan er góð og sú vinna sem ráðist hefur verið í á undanförnum mánuðum mun skila árangri. Þrátt fyrir áföll í rekstrinum er ég bjartsýnn á framtíðina því hjá okkur starfar gott fólk. Samherji Holding er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með starfsemi víða um heim. Íslendingar eiga að vera ófeimnir við að taka þátt í atvinnurekstri erlendis. Við eigum að nýta hátt menntunarstig, þekkingu okkar og reynslu í fyrirtækjarekstri á erlendum vettvangi,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja Holding ehf.
Skrifað af Þorgeir |
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 1114 Gestir í dag: 13 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1120240 Samtals gestir: 52254 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 04:56:34 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is