03.01.2022 23:49

djúp lægð á leiðinni

Djúp lægð á leiðinni

Lægðin gæti slegið einhver met.

Lægðin gæti slegið einhver met. Skjáskot/blika.is

 

Það sjást varla dýpri lægðir en sú sem er á leiðinni til lands­ins á fimmtu­dag­inn næst­kom­andi, af því er frá grein­ir á veður­fræðivef Ein­ars Svein­björns­son­ar veður­fræðings. 

Ein­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is of snemmt að segja til um hvort hún muni valda óveðri en þau fylgja oft djúp­um lægðum. „Maður hrekk­ur alltaf svo­lítið við þegar maður sér svona djúp­ar lægðir, sér­stak­lega þegar þær koma án allra fyr­ir­boða. Hún eig­in­lega bara sprett­ur úr ein­hverj­um hálf­gerðum ró­leg­heit­um,“ seg­ir Ein­ar.

Ekki er lík­legt þó að þessi lægð slái dýpt­ar­metið en þó er ekki úti­lokað að um verði að ræða dýpstu lægð þess­ar­ar ald­ar.

Á vef Ein­ars grein­ir frá því að yfir suður­ríkj­um Banda­ríkj­anna sé nú lægð sem veld­ur miklu vetr­ar­veðri á aust­ur­strönd­inni í dag en hún held­ur síðan áfram upp með strönd­inni og suður fyr­ir Ný­fundna­land. Þar mæt­ir lægðin mjög köldu lofti og dýpk­ar hratt á miðviku­dag en á fimmtu­dags­morg­un er lægðamiðjunni spáð vest­ur af Faxa­flóa. Stand­ist spárn­ar verði þrýst­ing­ur í lægðamiðju 925 hPa.

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 2696
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 4063
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1121822
Samtals gestir: 52256
Tölur uppfærðar: 18.1.2025 06:10:23
www.mbl.is